fbpx
Mánudagur 11.nóvember 2024
Fókus

Ungfrú Ísland í hópi útvaldra á góðgerðarviðburði

Fókus
Þriðjudaginn 8. október 2024 08:29

Ungfrú Ísland, Sóldís Vala Ívarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungfrú Ísland, Sóldís Vala Ívarsdóttir, var í hópi útvaldra á góðgerðarviðburði Smile Train í Bandaríkjunum. Hún kom heim til Íslands frá Bandaríkjunum, þar sem hún var í undirbúningsferð, og flaug aftur út samdægurs á góðgerðarviðburð.

Ungfrú Ísland, sem er undankeppnin fyrir Miss Universe keppninnar alþjóðlegu, er stolt af því að Ungfrú Ísland 2024, Sóldís Vala Ívarsdóttir, hlaut boð um að taka þátt í góðgerðarviðburði Smile Train í Miami, Flórída, en það eru góðgerðarsamtök sem hjálpa börnum um allan heim sem fæðast með skarð í vör og þurfa læknisaðstoð og aðgerðir. Eingöngu 15 keppendur Miss Universe hlutu slíkt boð og var því mikill heiður fyrir Ísland að eiga þar fulltrúa. Sóldís stóð sig með stakri prýði og jók hróður Íslands með frammistöðu sinni.

Ungfrú Ísland, Sóldís Vala Ívarsdóttir. Aðsend mynd.

Um viðburðinn hafði Sóldís þetta að segja: „Þetta var mjög ánægjuleg upplifun og ég er stolt af því að nafn Íslands hafi fengið að tengjast viðburðinum. Starf Smile Train er ómetanlegt og ég legg nafn mitt með glöðu geði við samtökin.“

Aðsend mynd.

Sóldís hefur sannarlega verið á faraldsfæti undanfarnar vikur en hún hafði nýlega verið í Bandaríkjunum sem er liður í undirbúningi fyrir aðalkeppni Miss Universe. Ferð hennar á viðburð Smile Train kom strax í kjölfar þeirrar ferðar. Aðrir viðburðir og frekari undirbúningur bíður svo Sóldísar en keppendur leggja mikið á sig til að koma sem best fyrir og hámarka þá upplifun sem keppnin er. Eigandi og framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, Manuela Ósk Harðardóttir, segir í því samhengi: „Valdefling kvenna er boðskapur keppninnar og ég stend stolt að baki undankeppninni á Íslandi til að tryggja að rödd Íslands fái sinn sess á þessu stóra sviði sem aðalkeppnin er. Um leið fylgir þessu auðvitað álag en allir segja að lífsreynslan sé ómetanleg og lærdómurinn mikill, enda er það tilgangurinn.“

Ungfrú Ísland, Sóldís Vala Ívarsdóttir. Aðsend mynd.

Aðstoðarframkvæmdastjóri keppninnar, Elísa Gróa Steinþórsdóttir, sem jafnframt er sigurvegari keppninnar árið 2021, bætir við: „Sóldís gerir okkur afskaplega stolt og teymið okkar stendur þétt að baki henni á þessari jákvæðu vegferð sem hún er á. Gleymum því ekki að Sóldís er bara 18 ára en lætur ekki vefjast fyrir sér að lenda frá Bandaríkjunum eldsnemma morguns og innan 12 tíma vera komin í annað flug þangað aftur.“

Ungfrú Ísland, Sóldís Vala Ívarsdóttir. Aðsend mynd.
Ungfrú Ísland, Sóldís Vala Ívarsdóttir. Aðsend mynd.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Safnar fyrir swing-klúbb í Hveragerði – „Við þurfum ykkar hjálp“

Safnar fyrir swing-klúbb í Hveragerði – „Við þurfum ykkar hjálp“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekktir rithöfundar lesa úr bókum sínum – Bókakonfekt í beinu streymi

Þekktir rithöfundar lesa úr bókum sínum – Bókakonfekt í beinu streymi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona varar við Ozempic og segir fólki að gera þetta í staðinn – „Hlustið á ráð mín“

Leikkona varar við Ozempic og segir fólki að gera þetta í staðinn – „Hlustið á ráð mín“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dísa í World Class slösuð á handlegg á afmælisdaginn

Dísa í World Class slösuð á handlegg á afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór í gegnum tvö gjaldþrot en lifir nú draumalífi

Fór í gegnum tvö gjaldþrot en lifir nú draumalífi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ívar var í heljargreipum fíkniefna, glæpa og ofbeldis – Fann leið út kvöldið sem hann var laminn í klessu

Ívar var í heljargreipum fíkniefna, glæpa og ofbeldis – Fann leið út kvöldið sem hann var laminn í klessu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segist ekki vera kynferðislegt rándýr en 16 þúsund manns eru ósammála

Segist ekki vera kynferðislegt rándýr en 16 þúsund manns eru ósammála
Fókus
Fyrir 5 dögum

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er í raun hellamálverk“ – Heillandi föðurráð Bubba

„Ég er í raun hellamálverk“ – Heillandi föðurráð Bubba