fbpx
Mánudagur 11.nóvember 2024
Fókus

Leikkona tilkynnir að eiginmaðurinn sé farinn frá henni í átakanlegri færslu

Fókus
Þriðjudaginn 8. október 2024 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Martine McCutcheon tilkynnti í átakanlegri færslu á Instagram að maður hennar til 18 ára sé farinn frá henni.

McCutcheon er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í jólamyndinni vinsælu, Love Actually, þar sem hún lék á móti Hugh Grant. McCutcheon giftist tónlistarmanninum Jack McManus árið 2012 eftir fimm ára samband. Þau eiga saman einn son sem er í dag 9 ára gamall.

„Eftir vandlega umhugsun hefur Jack ákveðið að það sé best að við skiljum eftir 18 ár saman og ég hef sætt mig við þá ákvörðun. Við erum bæði svo lánsöm og þakklát fyrir fallega 9 ára drenginn okkar, Rafferty, en hamingja hans og velferð hefur og verður áfram í forgangi hjá okkur. Við berum enn virðingu hvort fyrir öðru og hlökkum til að halda áfram að ala upp þennan dásamlega dreng til æviloka. Þetta er ákvörðun sem var lengi í fæðingu og við erum enn að læra að fóta okkur sem fjölskylda í þessum breytta formi og óskum eftir frið. Sérstaklega fyrir litla strákinn okkar.“

Leikkonan tók fram að hún og McManus elski son sinn ekkert minna þó þau hafi ákveðið að skilja og vilja helst vernda hann og hjálpa honum í gegnum þessa breytingu. Hún tók eins fram að hún hafi og muni ávallt styðja McManus í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, þar með talið að fara frá henni. Hún óskar honum því góðs og þakkar aðdáendum fyrir stuðning og kveðjur.

Rétt áður en McCutcheon birti yfirlýsinguna birti hún texta í Instagram Reel sem fjallaði um ástarsorg. Þar stóð: „Ég vona að þið vitið að hjarta ykkar er nóg. Þið eruð nógu klár, nógu fyndin og nógu áhugaverð. Bros ykkar er nóg, ljós ykkar er nóg og sá hluti ykkar sem þið eigið erfitt með og reynið að fela, hann er líka nóg. Ef þið viljið bara sitja tímunum saman og segja ekki orð, þá er nærvera ykkar nóg. Þið þurfið ekki að tala bara til að fylla þögnina, þið þurfið ekki að segja neitt. Verið sjálfum ykkur trú, bjóðið ykkur fram eins og þið eruð – ekki hvernig heimurinn vill að þið séuð. Því ég lofa ykkur að hjarta ykkar er nóg. Þið eruð nóg. Þið hafið ekkert til að sanna.“

Independent greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Lind kynlífsfræðingur: „Ef þú ert í svona sambandi, þá ertu ástar- og kynlífsfíkill“

Sara Lind kynlífsfræðingur: „Ef þú ert í svona sambandi, þá ertu ástar- og kynlífsfíkill“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lýsir mjög vafasamri hegðun Russel Brand eftir að hafa tekið viðtal við hann

Lýsir mjög vafasamri hegðun Russel Brand eftir að hafa tekið viðtal við hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekktir rithöfundar lesa úr bókum sínum – Bókakonfekt í beinu streymi

Þekktir rithöfundar lesa úr bókum sínum – Bókakonfekt í beinu streymi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ívar var í heljargreipum fíkniefna, glæpa og ofbeldis – Fann leið út kvöldið sem hann var laminn í klessu

Ívar var í heljargreipum fíkniefna, glæpa og ofbeldis – Fann leið út kvöldið sem hann var laminn í klessu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ólétt Gypsy Rose afhjúpar niðurstöður faðernisprófs eftir miklar vangaveltur

Ólétt Gypsy Rose afhjúpar niðurstöður faðernisprófs eftir miklar vangaveltur