fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Ragnhildur segir mörg okkar sek um þetta – Svona nærðu að hætta

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 7. október 2024 16:29

Ragga nagli. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, hvetur fólk til að hætta að reyna að þóknast öllum, það er einfaldlega ekki hægt og mjög þreytandi þar að auki. Hún útskýrir af hverju í nýjum pistli á Facebook, en pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa notið mikilla vinsælda um árabil.

Ragnhildur er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og lærður einkaþjálfari.

Manneskjugeðjun

Ragnhildur segir að það sem hún kallar „manneskjugeðjun“ sé streituviðbragð við ógnvekjandi aðstæðum þar sem við þóknumst og geðjumst til að draga úr hættunni.

„Okkur finnst við bera ábyrgð á tilfinningum annarra og það sé okkar starf að halda öllum urlandi glöðum. Biðjumst afsökunar þó við séum saklaus.

Segjumst vera sammála þó við séum ósammála. Þarfir annarra eru á SAGA class en okkar eigin í farangursrýminu.“

Ragnhildur segir að við eigum það til að þora ekki að setja mörk og fáum bara kvíða við tilhugsunina, að við hræðumst viðbrögð annarra við mörkunum.

„Þorum ekki að nota raddböndin til að láta skoðanir okkar í ljós. Eins og útspýtt hundsskinn að passa að öll í kringum okkur séu örugglega urlandi glöð. Fáum hjartslátt og hnakkasvita ef ágreiningur er í aðsigi.“

Þess vegna ertu svona

Eflaust tengja einhverjir við skrif Ragnhildar. Hún fer yfir nokkrar ástæður fyrir „manneskjugeðjun.“

  • „Djúpstæð hræðsla við að fólk yfirgefi okkur.
  • Að hafa alist upp við mikla mótstöðu við mörkin okkar.
  • Verið samviskubitsvædd í að gera hluti sem við viljum ekki gera.
  • Að NEI-ið okkar sé merki um sjálfselsku og eigingirni.
  • Að ást komi með skilyrðum að við séum auðveldar JÁ-manneskjur, og ávallt til þjónustu eins og skáti.
  • Virði okkar sem manneskjur liggi í áliti annarra á okkur.“

Við erum ekki allra

Ragnhildur segir að „manneskjugeðjarar“ eigi það til að ofurútskýra einhverja langa ástæðu fyrir einhverju, í stað þess að segja einfaldlega bara nei.

„Með löðrandi handarkrika fáum við munnræpu með löngum lista af afsökunum svo ekki sé hægt að pota neins staðar í NEI-ið okkar,“ segir hún.

„Við viljum að ÖLLUM líki vel við okkur ALLTAF og ALLS STAÐAR. En okkur líkar ekki við alla alls staðar og alltaf. Það sama gildir um annað fólk.“

Svona nærðu að hætta

Ragnhildur segir að það sé hægt að venja sig af þessari hegðun, þar sem „manneskjugeðjun er lærð hegðun.“

„En það krefst æfingar og eitt skref í því ferli er að kyrja þessar möntrur daglega,“ segir hún.

Ragnhildur fer yfir nokkrar möntrur sem má lesa hér að neðan. Eins og: „Öllum þarf ekki að líka vel við mig. Ég er ekki allra og öll eru ekki fyrir mig,“ og „þó einhver fari í fýlu þýðir ekki að ég hafi ekki átt að setja mörk.“

Skjáskot/Facebook
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Í gær

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Í gær

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Í gær

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk