Það var heldur betur nóg að gera og sló hún á létta strengi og birti mynd af aðstoðarmanni sínum, Andra Steini Hilmarssyni, með orkudrykk og sagði hann hafa þurft drykkinn til að komast í gegnum þennan annasama dag með henni.
Dagurinn byrjaði klukkan sex um morguninn. „6:04, byrjaði á að snooza aðeins of lengi,“ skrifaði Áslaug við mynd af sér tannbursta.
Klukkan 6:27 var hún mætt í World Class Laugar að draga bláan sleða.
Rúmlega klukkutíma síðar var hún að græja sig, spjalla við stelpurnar og drekka prótíndrykk.
Rétt yfir átta var hún mætt í útvarpsviðtal á Bylgjunni ásamt Sjálfstæðiskonunum Diljá Mist Einarsdóttur og Hildi Björnsdóttur.
Klukkan 8:21 fór hún á ríkisstjórnarfund. „Þá eru símar bannaðir og geymdir frammi. Hugmynd fyrir skólastofur?“ spurði hún.
Í hádeginu fór hún í mat með Bessí Jóhannsdóttur, formanni eldri Sjálfstæðismanna.
Klukkan 13:00 var yfirstjórnarfundur í ráðuneytinu.
Andri Steinn, aðstoðarmaður Áslaugar, þurfti smá auka orku til að komast í gegnum daginn.
„Andri þurfti Collab til að ná þessum degi með mér,“ sagði hún.
Rúmlega tvö fór hún í heimsókn á Grund og fylgdist með púttkeppni. Klukkan hálf fjögur hitti hún bankastjóra Arion til að „skrifa undir einhverja snilld.“
Klukkan 16:22 kláraði hún að skrifa grein og spjallaði í þinghúsinu. Hún átti síðan að halda ræðu sem var frestað. Næsta mál á dagskrá var að halda fund um málefni fjölskyldunnar og birti hún nokkrar myndir frá þeim viðburði.
Áslaug Arna endaði daginn skemmtilega og hitti lögfræðivinkonur sínar í kvöldmat. Hún var síðan komin upp í rúm fyrir tíu og horfði á Kastljós á RÚV.