fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Áhrifavaldur lenti í bílslysi í beinni útsendingu á meðan hann hékk í símanum – Áhorfendur brjálaðir út af viðbrögðum hans

Fókus
Sunnudaginn 6. október 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 20 ára áhrifavaldur Jack Doherty er nú í klípu eftir að myndskeið voru birt eftir að hann klessti á vegrið á  MacLaren súperbifreið sinni. Á myndskeiðum má eins sjá aðdraganda slyssins þar sem Doherty sat undir stýri en var ekki með hugan við aksturinn enda með símann í höndunum. Netverjar eru ekki ánægðir með áhrifavaldinn sem þeir telja hafa meiri áhyggjur af bílnum sem hann klessti, heldur en ástandi farþega síns.

„Sjitt. Er í lagi með þig,“ heyrist Doherty segja við vin sinn og myndatökumann, Michael. „Guð minn góður gaur, bíllinn minn!“

Michael þessi hafði orðið fyrir höggi og var blóðugur í framan. Doherty kippti sér lítið upp við það heldur rétti vini sínum símann sinn og bað hann um að halda áfram að taka upp efni.

Michael og Doherty komust báðir nokkuð vel frá slysinu, en Michael þurfti þó að láta sauma saman skurð á andlitinu. Fylgjendur hans eru þó ekki allir á því að málinu sé nú lokið.

„Það þarf að svipta hann réttindum og dæma hann í fangelsi,“ skrifaði einn á X. „Þetta er skólabókardæmi um kæruleysi við akstur. Hann ætti í það minnsta að vera bannaður frá öllum samfélagsmiðlum“

„Vinur þinn er alblóðugur í framan en þú reynir samt að fá hann til að halda áfram að taka upp myndefni. Smekklegt,“ skrifaði áhrifavaldurinn Corinna Kopf.

Aðrir bentu á að það sé sjúkt að Doherty hafi lent í árekstri í beinu streymi, enda bendi það til þess að áreksturinn hafi verið að yfirlögðu ráði. Hátt í 200 þúsund voru að fylgjast með útsendingunni.

Doherty hefur núna verið bannaður á streymis-síðunni Kick fyrir að hafa brotið gegn öryggisreglum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Í gær

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Í gær

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Í gær

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk