Hinn 20 ára áhrifavaldur Jack Doherty er nú í klípu eftir að myndskeið voru birt eftir að hann klessti á vegrið á MacLaren súperbifreið sinni. Á myndskeiðum má eins sjá aðdraganda slyssins þar sem Doherty sat undir stýri en var ekki með hugan við aksturinn enda með símann í höndunum. Netverjar eru ekki ánægðir með áhrifavaldinn sem þeir telja hafa meiri áhyggjur af bílnum sem hann klessti, heldur en ástandi farþega síns.
„Sjitt. Er í lagi með þig,“ heyrist Doherty segja við vin sinn og myndatökumann, Michael. „Guð minn góður gaur, bíllinn minn!“
Michael þessi hafði orðið fyrir höggi og var blóðugur í framan. Doherty kippti sér lítið upp við það heldur rétti vini sínum símann sinn og bað hann um að halda áfram að taka upp efni.
Jack Doherty just CRASHED his McLaren while texting on LIVE pic.twitter.com/R5wJq9yUAd
— Heezy (@heeezyyy) October 5, 2024
Michael og Doherty komust báðir nokkuð vel frá slysinu, en Michael þurfti þó að láta sauma saman skurð á andlitinu. Fylgjendur hans eru þó ekki allir á því að málinu sé nú lokið.
„Það þarf að svipta hann réttindum og dæma hann í fangelsi,“ skrifaði einn á X. „Þetta er skólabókardæmi um kæruleysi við akstur. Hann ætti í það minnsta að vera bannaður frá öllum samfélagsmiðlum“
„Vinur þinn er alblóðugur í framan en þú reynir samt að fá hann til að halda áfram að taka upp myndefni. Smekklegt,“ skrifaði áhrifavaldurinn Corinna Kopf.
JACK DOHERTY CRASHES HIS CAR LIVE ON STREAM AND CARES MORE ABOUT THE CAR THEN HIS BLEEDING FRIEND 🤯🤯🤯 pic.twitter.com/2NoM6IUCAb
— ClipHawkLLC (@ClipHawkLLC) October 6, 2024
Aðrir bentu á að það sé sjúkt að Doherty hafi lent í árekstri í beinu streymi, enda bendi það til þess að áreksturinn hafi verið að yfirlögðu ráði. Hátt í 200 þúsund voru að fylgjast með útsendingunni.
Doherty hefur núna verið bannaður á streymis-síðunni Kick fyrir að hafa brotið gegn öryggisreglum.
This new video of the Jack Doherty crash is even crazier his friend is literally fighting for his life in the car and he’s more worried about the car..🤦♂️ pic.twitter.com/iDX8vOy7WH
— kira 👾 (@kirawontmiss) October 5, 2024