fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Fókus

Móeiður glímdi við átröskun í mörg ár – „Þú nærð ekki að hugsa rökrétt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 5. október 2024 09:00

Myndir/Instagram @moasif_s

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfreyjan og fitnesskeppandinn Móeiður Sif Skúladóttir glímdi við átröskun frá kynþroskaaldri og þar til hún var 27 ára gömul. Hún ræðir um sjúkdóminn og bataferlið í Fókus, spjallþætti DV.

Horfðu á brot úr þættinum þar sem Móeiður ræðir þetta tímabil hér að neðan. Til að horfa þáttinn í heild sinni smelltu hér eða hlustaðu á Spotify.

video
play-sharp-fill

Móeiður var mjög veik af átröskun fyrir tæplega áratug. Hún byrjaði fyrst að þróa með sér sjúkdóminn við kynþroskaaldur og glímdi við hann í einn og hálfan áratug.

Fyrir stuttu síðan birti hún svokallaða „fyrir og eftir“ mynd af sér á Instagram, en myndin til vinstri var tekin þegar hún var mjög veik og myndin til hægri er nýleg.

Móeiður þá og nú. Mynd/Instagram @moasif_s

„Þetta byrjaði í rauninni um kynþroska, um fermingu myndi ég segja hafi þetta verið downward spiral. Maður var að bera sig saman, kynþroskinn, maður var að breytast í vextinum. Stríðni frá bekkjarfélögum og ég hugsaði: „Nei, ég ætla ekki að vera þybbna stelpan.“ Svo líka kvíði og allt sem er kannski undirliggjandi líka. Síðan vindur þetta upp á sig, þunglyndi sem fylgir þessu og alls konar,“ segir hún.

Þegar Móeiður var um 27 ára segist hún hafa náð ákveðnum botni. „Ég var í andlegu ofbeldissambandi sem var ekki að hjálpa þegar ég var á þessum stað,“ segir hún.

Átröskunin versnaði og þunglyndið einnig. „Ég fékk loksins aðstoð hjá Hvíta bandinu og vá, hvað það gerði mikið. Ég mæli hiklaust með þessu úrræði. Ég hægt og rólega sneri við blaðinu þegar ég fór að taka þetta út í lífið, en þarna fékk ég öll tæki og tól til að hjálpa sjálfri mér og halda áfram.“

Móeiður var í dagvist hjá Hvíta bandinu og segir það hafa bjargað henni.

Fann sig í hreyfingu

Móeiður byrjaði í jóga á þessum tíma. „Þá fann ég mig í hreyfingu en fyrir það hafði ég aldrei fílað það, ég til dæmis hataði leikfimi í grunnskóla.“

Í dag elskar Móeiður að rækta líkama og sál. Hún hefur verið vegan í sjö ár, er heilsuhraust og líður vel, en ástandið var slæmt þegar hún var sem veikust.  Það tekur sinn toll að glíma við átröskun í einn og hálfan áratug. Hún var byrjuð að finna fyrir hjartsláttatruflunum og komin með gífurlegan kvíða.

„Og þú nærð ekki að hugsa rökrétt, heilinn er ekki að starfa rétt og ekki líkaminn heldur. Ég fór að missa hárið og fór að fá meiri líkamshár, eins á hendurnar. Mig var farið að svima, þetta var skelfilegt. Svo var maður að reyna að vinna og fúnkera í samfélaginu en þetta er ekki hægt, maður er aldrei nógu mjór en málið er líka að maður sér ekki sjálfan sig í réttu ljósi. Það sem kannski ég lærði á Hvíta bandinu; að treysta því sem aðrir segja við mig, það sem fagaðilar eru að segja við mig,“ segir hún.

Móeiður þá og nú. Mynd/Instagram @moasif_s

Verður alltaf með henni

Móeiður segir að þó henni hafi tekist að ná bata þá sé henni ekki „batnað,“ sjúkdómurinn sé alltaf innra með henni en ekki við stjórnina. Svipað eins og að alkóhólisti er áfram alkóhólisti þegar hann hættir að drekka, hann er bara óvirkur.

„Allavega í mínu tilfelli þá held ég að þetta sé þannig, og að fara í fitness þá held ég að ég hafi verið að dansa svolítið á línunni. En ég meina, ég er bara Steingeit, mig langaði að gera þetta og gerði þetta,“ segir hún brosandi og bætir við: „En hvort ég geri það aftur kemur í ljós.“

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki myndina hér að neðan.

Móeiður var að vigta matinn ofan í sig og þráhyggjuhugsanir voru fljótar að banka upp á. „En ég var rosa meðvituð um þetta og það var búið að vara mig við þessu. Ég vissi að þetta myndi taka á og ég fór varlega í þetta. Ég lét þjálfarann minn vita og hann var alveg meðvitaður um þetta líka. En þetta var erfitt, sérstaklega eftir keppnina, að vera ekki lengur með sixpack. En þetta er alltaf hér og þess vegna veit ég ekki hvort það sé sniðugt fyrir mig að keppa aftur. Að reyna kannski bara að halda jafnvægi, ég er svolítið þar, leyfa mér hluti og borða þegar ég vil,“ segir hún.

„Maður þarf svolítið að vera meðvitaður um þetta, mér finnst gott að tala um þetta opinskátt, fólk sem þekkir mig veit þetta alveg og ég er ekkert að fela það.“

Móeiður fór nánar út í þetta tímabil í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

Fylgdu Móeiði á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Í gær

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók
Fókus
Fyrir 5 dögum

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk
Hide picture