fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Karlmennskan heyrir sögunni til – „Það var greinilega ekki mjög sexý söluvara“

Fókus
Laugardaginn 5. október 2024 10:35

Hulda Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framleiðslu á hlaðvarpinu Karlmennskan hefur verið hætt. Þetta tilkynnti umsjónarmaður þess kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson í morgun. Hlaðvarpið eins og margt annað sem Þorsteinn hefur sent frá sér hefur verið umdeilt enda er markmið þess að takast á við rótgrónar hugmyndir um karlmennsku. Þorsteinn mun þó halda sinni glímu við þessar hugmyndir ótrauður áfram en ekki í þessu hlaðvarpi. Hann segir hafa reynst mjög erfitt að útvega fjármagn til að halda framleiðslunni gangandi:

„Það hefur verið afskaplega gaman að hitta og spjalla við svo margt frótt fólk með áhugaverða reynslu eða sjónarhorn á samfélagið. Markmiðið var alltaf að varpa ljósi á virkni feðraveldis í gegnum mismunandi birtingamyndir, sem höfðu einhvern snertiflöt við karla eða karlmennsku. Veit að það tókst oft vel upp. Og það gleður mig að vita að ennþá eru nokkur hundruð einstaklingar að hlusta á gamla þætti.“

Þorsteinn segir að þrátt fyrir mikla hlustun á Karlmennskuna hafi íslensk fyrirtæki frekar kosið að styrkja annars konar hlaðvörp:

„Það var greinilega ekki mjög sexý söluvara fyrir fyrirtæki að tengja sig femínísku hlaðvarpi. Þrátt fyrir þrjú til sex þúsund hlustanir á hvern þátt og snertingu við um 30 þúsund á þessum miðli þóttu yfir 100 fyrirtækjum, sem þá höfðu varið fjármagni í hlaðvörp og „áhrifavalda“, ekki nógu safe að tengjast Karlmennskunni. Þau völdu frekar að tengjast einhverjum sem fjalla um fótbolta, fíkniefni, grín og glens – eitthvað „hlutlaust“. Vissulega þrengdi ég að mér með að vilja ekki vinna með fyrirtækjum sem bókstaflega viðhalda ofbeldi og kerfisbundinni mismunun, en ég teygði þó á prinsippum án árangurs.“

Hættulegt að taka afstöðu

Þorsteinn segist ekki vera að leita eftir vorkunn en segir þó greinilegt að glíman við hinar gömlu og lífseigu karlmennskuhugmyndir sé erfið:

„Ég er ekki að skrifa þetta til að fá samkennd eða vorkunn. Ég er að skrifa þetta svo þið sjáið hvernig það er að taka raunverulega afstöðu og hversu hættulegt það virðist vera. Vonandi verður auðveldara fyrir næstu kynslóð að sækja fjármagn til að standa í jafnréttisbaráttu. Kannski eftir 30 ár. Eða 100. Eða bara aldrei.“

Þorsteinn tekur þó fram að lokum að starf hans haldi áfram. Vefsíðan Karlmennskan og samnefndar síður á samfélagsmiðlum haldi áfram. Þorsteinn og kona hans Hulda Tölgyes munu áfram bjóða vinnustöðum upp á fræðslu og verða einnig með vikulegt áskriftarhlaðvarp sem heitir Sópað undan teppinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“