fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fókus

Patrik Snær segir allt rugl og bull vera Prettyboitjokko að kenna

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 4. október 2024 09:30

Patrik Snær Atlason Mynd: Helgi Ómarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Pat­rik Snær Atla­son gaf út lagið Stjörnustælar á miðnætti. Lagið er innblásið af gagnrýnendum hans og fólki sem er virkt í athugasemdum. 

Patrik Snær, sem kom inn í tónlistariðnaðinn undir nafninu Pretty­boitjok­ko, ræddi lagið og myndband þess sem kemur út í dag í viðtali í Ísland vaknar á K100 í gær.

Segir hann Prettyboitjokko vera alteregó sitt sem geri alls konar bull og vitleysu sem Patrik Snær þarf að taka á og svara fyrir.

„Það er myndband sem kemur út á morgun [í dag, föstudaginn 4. október] þar sem ég er að kenna Prettyboitjokko um þetta allt. Þetta er „alteregóið“. Prettyboitjokko tekur yfir, segir alls konar rugl og gerir alls konar bull og svo þarf Patrik alltaf að díla við það. En án hans gæti ég þetta ekkert. Verið með þessa stjörnustæla. Verið upp á sviði ber að ofan, og verið með þetta „attitude“. Þannig að ég þarf á honum að halda en hann kemur mér líka í vandræði.“ 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Patrik Snær Atlason (@patrikatlason)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Patrik Snær Atlason (@patrikatlason)

Segist Patrik Snær hafa fengið fjandsamlegar athugasemdir á netinu og einnig úti á götu, þar sem hann hefur til að mynda verið axlaður.

Segir hann að þrátt fyrir að hann hafi gaman af þessu liði komi inn á milli tilvik þar sem hann tekur ákveðnar athugasemdir inn á sig. 

„Ég og Gústi B vinur minn köllum þetta „hostile crowd“. Þá svona stara þau mann niður, og ég hef verið axlaður og eitthvað. Þau kannski fussa þegar þau sjá mig. Þetta er skemmtileg orka. Maður var kannski meira í þessari orku þegar maður var ennþá að drekka og maður var niðri í bæ. Þessi hrútaorka. Út með kassann. Mér finnst svo fyndið þegar fullorðnir menn eru ennþá í þessu.“ 

Hann segir kærustuna ekki hrifna af kjaftasögum tengdum honum, en þær séu mjög margar sem rati ekki í fjölmiðla.

„Það hefur samt minnkað. Mér finnst Gústi B hafa tekið við. Það pirrar mig stundum. Hvað, ertu ekki að slúðra um mig eða? Gústi B að fá alllan hitann.“ 

Í Stjörnustælar syngur Patrik Snær meðal annars um „skotmarkið á PBT“, sem hann segir fylgja því að koma inn í tónlistarheiminn „með hausinn á undan og rífandi kjaft,“ svo ekki sé talað um að fyrstu myndirnar af honum í fjölmiðlum voru eins konar nektarmyndir.

„Ég get alveg sjálfum mér um kennt – eða ekki sjálfum mér heldur Prettiboitjokko!“ 

Hér má hlusta á viðtalið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórstjarnan gerir upp árið í myndbandi og minnist ekki orði á Ben

Stórstjarnan gerir upp árið í myndbandi og minnist ekki orði á Ben
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heiðrún er með skilaboð til þeirra sem halda að þau hafi fitnað um jólin

Heiðrún er með skilaboð til þeirra sem halda að þau hafi fitnað um jólin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý spáir fyrir Guðna og Elizu: „Það er allt í lagi að fara í sitthvora áttina og allir eru vinir“

Ellý spáir fyrir Guðna og Elizu: „Það er allt í lagi að fara í sitthvora áttina og allir eru vinir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý svarar spurningunni sem brennur á fólki og segir að þetta verði næsti landsliðsþjálfari – „Hann er maðurinn“

Ellý svarar spurningunni sem brennur á fólki og segir að þetta verði næsti landsliðsþjálfari – „Hann er maðurinn“