fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Íslensk kona buguð á kynlífslátum nágrannanna – „Þetta var farið að fara um alla íbúð og hljóðin svona færðust“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 4. október 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlífslæti nágranna voru umfjöllunarefni í þættinum Ísland vaknar á K100 í morgun. Kristín Sif þáttastjórnandi rifjaði upp að þegar hún gisti á hóteli í Chicago með tveimur vinkonum hafi veggirnir á hótelinu verið svo þunnir að þau heyrðu aðra gesti stunda kynlíf.

„Það var fólk að hafa gaman alla nóttina,“ segir Kristín Sif sem segir að það hafi ekki verið gaman að hlusta á þetta. 

Voru hlustendur beðnir um að hringja inn ef það ætti slíkar reynslusögur og hringdi kona á miðjum aldri inn sem sagðist mjög oft lenda í þessu. „Ekki á hóteli heldur heima hjá mér. Ekki heima hjá mér heldur nágrannarnir,“ segir konan og hlær.

„Það er út um alla íbúð og það er ekki bara heimilisfólkið.“

Sagði konan aðspurð að líklega væri um Swingersíbúð að ræða. Lætin ættu sér stað yfirleitt um helgar, en inn á milli líka virka daga. Spurði Kristin Sif hana hvort hún hefði einhvern tíma hangið fram á gangi til að sjá gestina, en konan svaraði því neitandi.

Börnin heyra lætin líka og vita hvað er í gangi

Konan segist eiga tvö börn sem verði einnig vör við lætin. „Þau eru 12 og 14 ára og vita hvað er í gangi, sem gerir þetta eiginlega verra.“

Um fullorðið fólk er að ræða og segir konan vandræðalegt að mæta þeim í stigaganginum. Kynlífslætin hafi ekki verið rædd á húsfundum svo konan viti til. 

„Mig varðar náttúrlega ekkert um hvað fólk er að gera heima hjá sér. En fólk verður að athuga það að ef það ætlar að búa í fjölbýli þá þarf það að taka tillit til nágrannans, hvort sem það eru drykkjulæti, svona læti eða hvað.“

Sagði konan að oft væri það þannig að hennar fjölskylda væri bara heima að hafa kósí, og yrðu þá vör við lætin.

„Þetta var farið að fara um alla íbúð og hljóðin svona færðust og maður vissi hvar þau voru. Og ég tók mig bara til, fór fram og hringdi dyrabjöllunni hjá þeim. Ég bara truflaði,“ segir konan sem segist lítið hafa heyrst til fólksins eftir það. „Ég bara eyðilagði.“

Sögðust þáttastjórnendur finna til með konunni. Hlusta má á spjallið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Í gær

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Í gær

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Í gær

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk