fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr í dag á götunni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 4. október 2024 09:05

Loni Willison þá og nú.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmlega áratug lék lífið við Loni Willison. Hún var eftirsótt fyrirsæta, gift Baywatch-stjörnunni Jeremy Jackson og lifði – því sem virtist – lúxuslífi.

Það er því mörgum ráðgáta hvernig hún endaði á götunni í Los Angeles. Myndir af henni að gramsa í ruslatunnum fóru í dreifingu í apríl í fyrra og vöktu mikla athygli. The Sun birti aðrar myndir  fyrir rúmlega ári síðan þar sem ástand hennar virtist hafa versnað. Það vantaði í hana nokkrar tennur og var hún rauð og bólgin á eyranu og í kringum augun.

Samkvæmt erlendum miðlum ánetjaðist Loni fíkniefnum eftir skilnaðinn við Jeremy, sem er einna best þekktur fyrir að hafa leikið Hoby Buchannon í Baywatch-þáttunum sálugu á árunum 1991 til 1999. Hoby var sonur Mitch Buchannon í þáttunum sem David Hasselhoff lék.

Harmsaga Loni

Loni, 40 ára, var vinsæl fitness-fyrirsæta á sínum tíma og prýddi reglulega forsíður tímarita.

Loni og Jeremy gengu í það heilaga árið 2012. Þau litu út fyrir að vera hið fullkomna stjörnupar en það var fjarri sannleikanum.

Jeremy var ungur þegar hann ánetjaðist fíkniefnum. Hann var handtekinn fyrir amfetamínframleiðslu þegar hann var nítján ára og hefur farið fimm sinnum í meðferð.

Hjónabandið var stormasamt og var lögreglan kölluð á heimili þeirra í ágúst 2014 eftir að Jeremy hafði lagt hendur á Loni.

Hún sagði hann hafa kyrkt hana og lamið hana. Hún var með tvö brotin rifbein, hálsmeiðsli og klórför á andliti og líkama eftir árásina en ákvað að kæra ekki. Hún sagði frá því nokkrum árum seinna að hún sæi eftir því að hafa ekki kært, en hún hafi verið mjög veik á þessum tíma. Loni og Jeremy skildu í kjölfarið en því miður lauk martröð hennar ekki þar.

Missti vinnuna og svo húsnæðið

Þegar þau skildu starfaði hún sem aðstoðarmaður lýtalæknis en skilnaðurinn var henni svo þungbær að hún gat ekki mætt til vinnu. „Það tók mig tvo mánuði að jafna mig. Ég þurfti að hætta í vinnunni, ég gat ekki stundað líkamsrækt eða tekið að mér fyrirsætuverkefni. Ég hitti ekki vini eða fór út úr húsi. Ég var á mjög slæmum stað,“ sagði hún árið 2015.

Hún fékk taugaáfall og glímdi við mikil andleg veikindi. Hún tæmdi bankareikningana sína og varð skuldug, árið 2016 missti hún íbúðina sína og þurfti að selja bílinn sinn. Hún endaði á götum Los Angeles og ánetjaðist kristölluðu metamfetamíni. Andlega heilsan tók enn frekari dýfu og hefur hún verið á götunni síðan þá.

Á meðan fyrrverandi eiginkona hans leitar að mat í ruslagámum hefur Jeremy einbeitt sér að líkamsrækt og kallar The Sun hann „fitnessgúrú.“ Aðspurður í gegnum árin hefur hann neitað að tjá sig um mál Loni og hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að veita henni ekki hjálparhönd eftir skilnað þeirra 2014.

Þrífur sig ekki viljandi

Fyrir nokkrum árum sagði hún í viðtali við The Sun að hún hafði ekki farið í sturtu í heilt ár, af mjög sorglegri ástæðu. Hún sagði að hún reynir að vera eins skítug og illa lyktandi og hún getur svo hún verði ekki fyrir kynferðisofbeldi.

„Ég klippti hárið mitt líka, til að líta öðruvísi út. En það hefur verið ráðist á mig, það er það sem gerist á götunni.“

Skjáskot/YouTube

Býr enn á götunni

Margir héldu í vonina að Loni myndi fá aðstoð og þak yfir höfuðið eftir að mál hennar rataði í fjölmiðla. Því miður er það ekki raunin en síðast sást til hennar fyrir mánuði síðan og býr hún enn á götunni.

YouTube-rásin X17 hafði upp á Loni, 41 árs, og ræddi stuttlega við hana. Netverjar gagnrýndu myndbandið og sögðu tökumanninn hafa spurt heimskulegra spurninga, en hann spurði hvort hún vilji sjá Donald Trump eða Kamala Harris verða næsta forseta Bandaríkjanna. Hann spurði einnig hvernig veðrið væri að fara með hana og hvernig gengi að koma sér af götunni, en hún sagði að vonandi einn daginn myndi hún eignast heimili á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Í gær

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir að þessi spurning valdi fólki miklum kvíða um jólin

Ragnhildur segir að þessi spurning valdi fólki miklum kvíða um jólin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jessica Simpson óþekkjanleg á nýrri mynd – „Hver er þetta?“

Jessica Simpson óþekkjanleg á nýrri mynd – „Hver er þetta?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Sögurnar eru afar fjölbreyttar en búa allar yfir einhverri óútskýrðri fegurð og hlýju“

„Sögurnar eru afar fjölbreyttar en búa allar yfir einhverri óútskýrðri fegurð og hlýju“