fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fókus

Erna gekk á milli lækna með mikla verki – „Þegar ég fékk loksins að fara í myndatöku þá er ég með handbolta í maganum“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 4. október 2024 11:30

Erna Bergmann Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Bergmann er ein af fjölda íslenskra kvenna sem hefur fengið krabbamein. Erna slapp við lyfjameðferð og segist hún hafa upplifað sig eina í sínu bataferli. Eftir á hafi hún eiginlega viljað ganga í gegnum allt ferlið því allir sem fái krabbamein lendi í áfalli, líka þeir sem sleppa við lyfjameðferð eða missa ekki hárið.

„Ég greindist með krabbamein fyrir fjórum árum. Eftir að hafa gengið á milli lækna með rosa mikla verki, fór þrisvar upp á bráðamóttöku og alltaf send aftur heim. Ældi úr verkjum heima og ekkert fannst. Og nokkrum mánuðum seinna þegar ég fékk loksins að fara í myndatöku þá er ég með handbolta í maganum.“

Erna segir ferlið eftir það hafa gengið hratt og vel haldið utan um hana. Hún hafi verið með gott teymi og heppin í öllu ferlinu. 

„Ég var með þennan handbolta í maganum og þetta var staðbundið krabbamein þannig að ég var það heppin að þurfa bara að fara í tvær aðgerðir og ég slapp við lyfjameðferð.“

Erna segir sögu sína í tilefni af Bleiku slaufunni, árlegu árvekni- og fjáröflunartátaki Krabbameinsfélagsins, sem jafnan fer fram í október. Bleika slaufan er komin út í 25 sinn, hönnuð af Sigríði Soffíu Níelsdóttur, Siggu Soffíu, sem greindist brjóstakrabbamein árið 2020 og þurfti að fara í lyfja- og geislameðferð og aðgerð.

Allir lenda í áfallinu

Erna segir að eftir á hafi hún eiginlega vonast til að „hafa þurft að ganga í gegnum allt ferlið. Mitt áfall í rauninni, mér fannst ég með svo stórt áfall inni í mér miðað við það sem ég þurfti að ganga í gegnum miðað við aðra,“ segir Erna sem segir þetta kannski skrýtið og kannski gott fyrir einhvern að heyra. 

„Þú lendir samt í áfallinu þó að þú þurfir ekki að fara í gegnum lyfjameðferð eða missa hárið eða, þá færðu samt örið.

En líka eins og fyrir mig af því að ég upplifði mig svolítið eina í mínu ferli þá vildi ég svona að ég hefði hitt fólk í svipuðum sporum. Af því að ég upplifði mig svo eina og að er svo gott að tala við einhvern sem að skilur þig, af því að það skilur þig enginn nema að hafa lent í þessu.“

Sonur Ernu var eins og hálfs árs þegar hún greindist og segist hún ekki hafa náð að gera mikið fyrir sjálfa sig á þessu tímabili. Hún hafi ekki fengið forgang fyrir barnið á leikskóla og hún hafi í raun þurft að vera með hann í fanginu þegar hún kom heim úr aðgerðum. Þegar sonurinn komst inn á leikskóla þá fór Erna á fullt að stunda Yoga Nidra.

Erna segir mesta lærdóminn af því að hafa greinst með krabbamein vera þakklæti, að lífið sé ekki sjálfsagt og hún sé farin að njóta líðandi stundar betur – líka leiðinlegu dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Móeiður tók ákvörðun um að eignast ekki börn – „Ég hef ekki fengið þessa tilfinningu en það er rosa pressa frá samfélaginu“

Móeiður tók ákvörðun um að eignast ekki börn – „Ég hef ekki fengið þessa tilfinningu en það er rosa pressa frá samfélaginu“
Fókus
Í gær

Augnablikið sem sagði stjörnugestunum að yfirgefa partý Diddy áður en allt færi úr böndunum

Augnablikið sem sagði stjörnugestunum að yfirgefa partý Diddy áður en allt færi úr böndunum
Fókus
Í gær

„Þetta er mjög hættulegt og fyrir ungar stelpur er þetta enn hættulegra“

„Þetta er mjög hættulegt og fyrir ungar stelpur er þetta enn hættulegra“
Fókus
Í gær

Þreytandi listi Fjólu lýsir hugarfari margra landsmanna

Þreytandi listi Fjólu lýsir hugarfari margra landsmanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigmar og Sandra fóru nakin í heita pottinn með vinum og það varð ekki aftur snúið

Sigmar og Sandra fóru nakin í heita pottinn með vinum og það varð ekki aftur snúið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman vekur athygli í erótískum trylli – Mótleikarinn er 29 árum yngri

Nicole Kidman vekur athygli í erótískum trylli – Mótleikarinn er 29 árum yngri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur Christinu Aguilera áhyggjufullir eftir að þessar myndir birtust

Aðdáendur Christinu Aguilera áhyggjufullir eftir að þessar myndir birtust
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears brenndi af sér hár, augnhár og augabrúnir í „mjög slæmu“ brunaslysi

Britney Spears brenndi af sér hár, augnhár og augabrúnir í „mjög slæmu“ brunaslysi