fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Fókus

Stjörnuparið skilið eftir þriggja ára samband – Hver er ástæðan?

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 31. október 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikaraparið Zoë Kravitz og Channing Tatum eru sögð skilin að skiptum eftir þriggja ára samband, ástæðan mun vera að parið virðist ekki einhuga með framtíðaráform sín.

„Þau hafa ekki verið á sömu blaðsíðu og hafa þroskast í sundur,“ sagði heimildarmaður við People í gær. Það er óljóst hvaða ágreiningur varð til þess að sambandi parsins er lokið þar sem engar frekari upplýsingar hafa verið gefnar.

Parið kynntist við tökur á kvikmyndinni Blink Twice árið 2021 þar sem Kravitz þreytti frumraun sína sem leikstjóri og Tatum lék aðalhlutverkið. Kravitz, 35 ára, og Tatum, 44 ára,  opinberuðu sambandið með að sýna sig á strætum New York borgar.

Í október 2023 var staðfest að parið væri trúlofað eftir tveggja ára samband. Tatum viðurkenndi þó að hann vissi ekki hvort hann myndi nokkurn tíma giftast aftur.

„Sambönd eru mér erfið. Jafnvel þó ég sé frekar fyrir einkvæni,“ sagði leikarinn við Vanity Fair í janúar 2023. 

Tatum var áður giftur Jenna Dewan í áratug, 2009 til 2019, en þau kynntust við tökur myndarinnar Step Up, þau eiga saman ellefu ára dóttur, Everly. 

Tatum og Dewan

Skilnaður þeirra varð sóðalegur þar sem Tatum sakaði Dewan um að hafa viljandi reynt að tefja fyrir skilnaðarmálinu fyrir dómstólum. „Channing notar öll brögð í bókinni til að stöðva þetta mál frá því að komast fyrir dómara. Hann er að svipta Jennu sanngjörnum og jöfnum hlut í samfélagseigninni og hann er að hindra hana daglega í að þetta mál haldi áfram,“ sögðu lögfræðingar Dewan í ágúst síðastliðnum. Mánuði síðar var loksins gengið frá skilnaðinum eftir sex ára þrætur.

Þrátt fyrir dramatíkina með fyrrverandi eiginkonu sinni og hik um hjónaband virtist Tatum tilbúinn í nýja framtíð og hjónaband með Kravitz þar til nýlega. Faðir hennar, tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz, sagði í júní að parið væri mjög „ástfangið“ og staðfesti: „Við ætlum að halda brúðkaup á næsta ári.“

Það er óljóst hvenær nákvæmlega sambandið tók u-beygju, en Kravitz sást án trúlofunarhringsins þegar hún var mynduð með vinkonu sinni Shailene Woodley fyrr í þessum mánuði. People greindi síðan frá því á þriðjudaginn að parið hefði formlega slitið sambandi sínu, parið hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Alexöndru og Gylfa Þórs fæddur og nefndur

Sonur Alexöndru og Gylfa Þórs fæddur og nefndur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jódís hættir í pólitík og setur húsið á sölu

Jódís hættir í pólitík og setur húsið á sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Beggi lærði þetta eftir sambandsslitin – „Það þarf tvo í tangó“

Beggi lærði þetta eftir sambandsslitin – „Það þarf tvo í tangó“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Taylor Swift lýsti því yfir að Diddy væri draumastefnumótið – „Hann hefur alltaf verið mjög góður við mig“

Taylor Swift lýsti því yfir að Diddy væri draumastefnumótið – „Hann hefur alltaf verið mjög góður við mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég djóka alltaf með það í dag að ég hafi gengið á eftir honum“

„Ég djóka alltaf með það í dag að ég hafi gengið á eftir honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kvíaholtsbræðurnir sýna stuðning sinn í verki með bleiku hári

Kvíaholtsbræðurnir sýna stuðning sinn í verki með bleiku hári
Fókus
Fyrir 5 dögum

Umdeildi Ólympíu-breikdansarinn varð höfð að háði og spotti – Stendur keik á forsíðu yfir yfirhalningu

Umdeildi Ólympíu-breikdansarinn varð höfð að háði og spotti – Stendur keik á forsíðu yfir yfirhalningu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Söguleg tíðindi úr Hollywood – DiCaprio rýfur vítahringinn

Söguleg tíðindi úr Hollywood – DiCaprio rýfur vítahringinn