fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fókus

Netflix-serían sem er sögð vera bara fyrir fólk með háa greindarvísitölu

Fókus
Fimmtudaginn 31. október 2024 17:30

Skjáskot úr kynningarstiklu fyrir Netflix-þættina Dark/Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og margir vita hefur Netflix staðið fyrir framleiðslu margs konar leikinna þáttaraða. Meðal þeirra er þáttaröðin Dark sem hefur fengið afar góða dóma og virðist njóta enn talsverðs umtals þótt framleiðslu á þáttunum hafi verið hætt árið 2020. Sumir áhorfendur ganga svo langt að segja að það sé aðeins hægt að hafa gaman af þáttunum ef maður hefur háa greindarvísitölu.

Þetta kemur fram í umfjöllun Mirror.

Einhverjir hafa kallað þættina meistaraverk en þeir eru með einkunina 8,7 af 10 mögulegum á Internet Movie Database. Segir í umfjöllun Mirror að mikið hafi verið rætt um þættina undanfarnar vikur í Facebook hópi fyrir notendur Netflix.

Einn áhorfandi sagðist vera nánast með þráhyggju fyrir þáttunum og hugleiða mjög þær flóknu gátur sem birtist í þeim. Taldi þessi áhorfandi ekki skemma fyrir að vera með háa greindarvísitölu til að geta bæði notið þáttanna og ráðið í þá.

Það sem kannski helst vekur athygli við þennan áhuga fólks með ensku að móðurmáli á Dark er sú staðreynd að þættirnir eru á þýsku og sögusviðið er Þýskaland. Alls voru 3 syrpur gerðar af þættinum og voru þær frumsýndar á Netflix á árunum 2017-2020.

Dark falla undir vísindaskáldskaparformið og eru með yfirnáttúrulegu ívafi. Þættirnir gerast í skálduðum bæ í Þýskalandi og fjalla um hvarf tveggja barna og áhrif þess á tengsl fjögurra fjölskyldna.

Ráðgátan í þáttunum er sögð viðamikil og söguþráðurinn marglaga.

Ein ástæða fyrir hinum góðu dómum sem þættirnir hafa fengið er að sagt er nauðsynlegt fyrir áhorfendur að fylgjast vel með til að skilja söguþráðinn og hin flóknu tengsl persónanna. Það er ekki síst slíkar ástæður sem hafa orðið til þess að sumir áhorfendur segja að það sé ekki hægt að njóta þáttanna án þess að vera með háa greindarvísitölu. Fólk sem það eigi ekki við um tapi flljótt þræðinum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“