fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fókus

Segja dönsku drottninguna hafa tárast þegar konungurinn daðraði við Þórdísi – „Hún er mjög svo týpan hans“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 30. október 2024 11:00

Ýmislegt gekk á í Kristjánsborgarhöll. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daður Friðriks X Danakonungs við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra á dögunum er til umfjöllunar í áströlskum miðlum. Sagt er að hin ástralska drottning Mary hafi orðið reið og tárast yfir framferði mannsins síns.

„Hin unga íslenska stjórnmálakona Þórdís, hún er mjög svo týpan hans,“ segir danskur heimildarmaður samkvæmt ástralska miðlinum Now to Love sem fjallar um málið í dag. Það er uppákomu á galakvöldverði fyrir íslensku forsetahjónin í Kristjánsborgarhöll, fyrr í þessum mánuði.

Hvíslaði í eyrað

Dönsku konungshjónin voru gestgjafar íslensku forsetahjónanna, Höllu Tómadóttur og Björns Skúlasonar. En einnig voru mörg fyrirmenni á staðnum, þar á meðal Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur og Þórdís.

Mary sendi pílur með augunum á mann sinn. Mynd/Getty

Friðrik og Þórdís sátu hlið við hlið og virtist fara vel á með þeim þrátt fyrir aldursmuninn. Friðrik er 56 ára en Þórdís 20 árum yngri. Friðrik brosti breitt og skálaði við Þórdísi. Einnig hallaði hann sér upp að henni og hvíslaði í eyrað. Drottningin Mary Donaldson sat annars staðar við borðið og fylgdist gröm með.

Skaut pílum með augunum

Heimildarmaður miðilsins segir að það hafi verið spenna í loftinu á milli konungshjónanna áður en þau settust til borðs.

„Ég tók eftir því að Mary virtist í uppnámi þegar gestirnir komu og hún var að heilsa þeim. Ég velti því fyrir mér hvort hlutirnir hafi verið orðnir stirðir á milli Fred [Friðriks] og Mary áður en hún kom,“ segir hann og á þá við Þórdísi.

Í greininni segir að framferði Friðriks hafi farið mjög fyrir brjóstið á Mary. Nokkrum sinnum hafi hún skotið pílum að honum með augnaráði sínu. Í eitt skiptið hafi hún hallað sér yfir Höllu Tómasdóttur til að eiga orðastað við mann sinn og virst pirruð.

Ár frá uppákomu í Madríd

Áhyggjur drottningarinnar eru ekki úr lausu lofti gripnar. Fyrir aðeins tæpu ári síðan sást Friðrik, þá krónprins, ganga um götur Madrídarborgar með mexíkóskri athafnakonu að nafni Genoveva Casanova, og farið á listasafn. Á meðan var Mary krónprinsessa í New York.

Sjá einnig:

Skandall skekur dönsku konungsfjölskylduna – Krónprinsinn sakaður um framhjáhald með mexíkóskri leikkonu

Var þá uppi hávær orðrómur um framhjáhald og spænsk slúðurblöð töldu sig hafa heimildir fyrir því að Friðrik og Genoveva hefðu gist saman. Bæði þvertóku þau fyrir það.

Sagt er að eftir þetta hafi verið erfiðleikar í hjónabandi Friðriks og Mary.

Tár á hvarmi

„Það er eins og þau séu út á við að setja á svið eitthvað leikrit,“ segir heimildarmaðurinn. „Baksviðs eru þau að reyna að kljást við þessa erfiðleika en það virðist ekki vera að ganga vel.“

Hjónabandið hangir á bláþræði. Mynd/Getty

Þetta hafi bersýnilega komið í ljós á galakvöldverðinum með Íslendingunum. Segir að þar hafi Mary sést tárast og virst í uppnámi.

„Ég held að Mary sé búin að fá nóg og fylgist með Friðriki þegar hún getur. Hún er með honum í Þýskalandi núna,“ segir heimildarmaðurinn. „Þetta daður hefur valdið spennu á milli þeirra og hvort þau komist í gegnum þetta verður að koma í ljós.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Einbýlishús í Laugardalnum til sölu á 127 milljónir – Fullkomin eign fyrir tryllt garðpartý

Einbýlishús í Laugardalnum til sölu á 127 milljónir – Fullkomin eign fyrir tryllt garðpartý
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fundu leyniherbergi í 200 ára gömlu húsi sem einhver hafði lokað af

Fundu leyniherbergi í 200 ára gömlu húsi sem einhver hafði lokað af