fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Viktor og Geiri lentu í hremmingum í Taílandi – „Þau vildu fá 120 þúsund krónur fyrir þetta“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 3. október 2024 13:37

Viktor Snær og Geiri lentu heldur betur í hremmingum í Taílandi. Mynd/Instagram @viktorsnaero

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjarþjálfarinn Viktor Snær Oliversson var á ferðalagi um Taíland ásamt vini sínum, Ásgeiri Helga Þórðarsyni, þegar þeir lentu í hremmingum og þurftu að borga sig út úr klandri.

Viktor sagði söguna í hlaðvarpinu Blekaðir á streymisveitunni Brotkast.

„Málið er, það er öfug umferð í Taílandi,“ segir Viktor.

„Við vorum á gatnamótum og við vissum alveg að það væri öfug umferð, við vorum búnir að keyra þarna í viku á vespunum. Það er ekkert mál að venjast þessu.“ Þeir voru á sitthvorri vespunni og sýndist Geira vera greið leið áfram. „Hann botnaði og ætlaði yfir götuna því hann var að fara til hægri og umferðin var að koma þaðan. Vinstri umferðin var bara að koma, þannig hann keyrði út á götuna og það var bombað á hann.“

Fór í heljarstökk

Á þeirri vespu var karl og kona, sem sat á bak við hann. Þau voru bæði hjálmlaus en báðir Viktor og Geiri voru með hjálma.

„Þau dúndruðu á Geira, hún fór í heljarstökk og lenti á löppinni. Svo var þetta náttúrulega hellað. Við vorum í Taílandi á hlýrabolnum klukkan ellefu um kvöld, Geiri allur út í blóði […] Enginn pældi í þessu, umferðin hélt bara áfram,“ segir hann.

„Hún var ekkert að standa upp, hún lá í jörðinni, svona vælandi. En ég held þetta hafi verið meira fyrir „bíóið.“ En allaveganna, svo kom löggan og sjúkrabíll,“ segir Viktor og bætir við að það hafi þá komið í ljós að konan hafi ekki verið brotin eða alvarlega slösuð.

Mynd/Instagram @viktorsnaero

Tekin mynd af vegabréfunum

„Við fórum upp á löggustöð og vorum þar alveg heillengi. Þau vildu fá 120 þúsund krónur fyrir þetta […] Við sátum þarna í fjóra, fimm tíma og sögðum að við værum ekki með þennan pening og gætum ekki farið með hraðbanka þar sem að kortið okkar væri í öðru bæjarfélagi.“

Viktor og Geir fengu að fara en með því skilyrði að þeir myndu koma daginn eftir með peninginn. „Þeir tóku mynd af vegabréfinu okkar sem var í símunum okkar og sögðu: „Annaðhvort þarf annar ykkar að vera í klefa hérna yfir nóttina eða þið sýnið okkur vegabréf. Og ef þið komið ekki á morgun þá lokum við vegabréfinu.“ Við vissum ekkert hvort það hefði gengið en við tókum ekki sénsinn.“

Þegar þeir komu upp á hótel höfðu þeir samband við tryggingarfélagið sitt á Íslandi sem sagði að þeir þyrftu sjálfir að borga brúsann.

Kom með helmingi minni upphæð

Þegar þeir fóru aftur á lögreglustöð næsta dag ákvað Geiri að reyna að borga minna. „Við fórum í hraðbanka og Geiri sagði: „Ég ætla að reyna að láta þau fá 60 þúsund.“ Nema náttúrulega í taílenskum peningum,“ segir hann.

Þegar á stöðina var komið kvaðst Geiri ekki eiga meiri pening, að þetta væri bara allt sem hann átti. Lögregluþjóninn fór með þær fréttir í ökumann vespunnar. Eftir smá tíma endaði hann með að samþykkja þessa upphæð.

Þeir virtust ætla að sleppa með skrekkinn. „Geiri stóð upp og tók í höndina á manninum og sagði: „Takk fyrir maður, málið er að ég er að fara til Balí og á alveg tvær vikur eftir af þessu fríi og verð að eiga einhvern pening fyrir sjálfan mig,““ segir Viktor og hlær.

Sem betur fer virtist maðurinn ekki hafa skilið Geira, sem slapp hann með 60 þúsund krónurnar.

Til að staðfesta að málið væri útkljáð tók lögreglan mynd af Geira og manninum takast í hendur. Viktor fékk að smella líka mynd sem má sjá hér að neðan.

Náðu sáttum. Mynd/Instagram @viktorsnaero

Horfðu á Viktor segja söguna í spilaranum hér að neðan. Þáttinn má nálgast á Brotkast.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Í gær

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Í gær

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Í gær

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk