fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fókus

Móeiður tók ákvörðun um að eignast ekki börn – „Ég hef ekki fengið þessa tilfinningu en það er rosa pressa frá samfélaginu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 3. október 2024 12:29

Móeiður Sif Skúladóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfreyjan og fitnesskeppandinn Móeiður Sif Skúladóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Í þættinum fer hún um víðan völl. Hún opnar sig um átröskun sem hún glímdi við í næstum einn og hálfan áratug, bataferlið og hvernig hún lærði að lifa með sjúkdómnum. Hún segir frá fitnessheiminum, hvernig það hafi verið að búa sig undir keppni í bataferlinu og svo að stíga loksins á svið eftir tveggja ára bið. Það hafði lengi verið draumur hjá Móeiði að starfa sem flugfreyja og rættist hann árið 2022. Í dag starfar hún hjá Icelandair og getur hún ekki ímyndað sér að vinna við eitthvað annað. Hún lýsir flugfreyjulífinu og segir frá ýmsu sem margir vita ekki um starfið.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan eða hlustaðu á Spotify.

video
play-sharp-fill

Móeiður er 36 ára, búsett í Reykjanesbæ ásamt franska bolabítnum Nínu. Móeiður er barnlaus og þannig vill hún hafa það, en segir aðra eiga mjög erfitt með að skilja þá ákvörðun hennar. Móeiður segir marga enn halda að hún muni skipta um skoðun, að þetta sé bara „tímabil“ og að hana hljóti nú að langa í börn, því öllum langi í börn. Hún segir þá hugmynd úrelta og að fólk þurfi að stíga varlega til jarðar þegar það spyr konur um barneignir því þar ýmislegt legið að baki. En það stoppar fólk ekki og fær Móeiður mjög oft spurningar um barneignir.

„Nánast á hverjum degi,“ segir hún en tekur fram að fjölskylda hennar sé hætt að spyrja. Venjulega er þetta fólk sem þekkir hana lítið og er að brydda upp á samræðum. Það virðist alltaf hafa það sama að segja: „Já, þú vilt börn þegar þú ert orðin eldri eða þegar þú finnur þann rétta,“eða „þetta er eitthvað trauma sem þú átt eftir að leysa“ og „þetta er í eðli allra kvenna, þitt hlutverk er að búa til börn.“

„Ég hef ekki fengið þessa tilfinningu en það er rosa pressa frá samfélaginu,“ segir Móeiður.

„Ég elska börn, ekki misskilja mig, en eins og staðan er í dag þá er það ekkert á mínu plani. Ég er ekki einu sinni í sambandi. En ef ég myndi fara í samband með einhverjum sem á börn þá myndi ég að sjálfsögðu taka þátt í uppeldi barnanna.“

Móeiður er flugfreyja hjá Icelandair. Mynd/Instagram @moasif_s

Ónærgætnar spurningar

Móeiður segir að þó hún sé orðin 36 ára þá lini þessum spurningum ekki. „En fólkið mitt, eins og fjölskyldan mín vita alveg hvar ég stend og eru hætt að spyrja.“

Hún segir það ótrúlegt hvað fólk leyfi sér að spyrja og hvað það sé oft ónærgætið. Hún hvetur fólk til að hafa það í huga að það veit aldrei hver ástæðan fyrir barnsleysi sé. Fyrir hana er það hennar ákvörðun en hjá öðrum gæti áfall legið þar að baki, sem aðrir hafa ekki hugmynd um.

„Þú ert kannski að spyrja konu: „Hvað ertu bara ein? Áttu ekki börn?“ Ég gæti hafa misst barn, ég gæti verið ófrjó. Kannski langar mig rosalega mikið í barn en ég á ekki maka og ekkert gengur. Maður veit ekkert hvað er á bak við. Mér finnst fólk þurfa að passa sig.“

Móeiður keppir í fitness. Mynd/Lallisig

Martröð að vera á Tinder

Móeiður hefur verið einhleyp í nokkur ár og líður vel, en segir að vissulega væri stundum notalegt að hafa einhvern. Hún segist lítið hrifin af stefnumótamenningunni á Íslandi og stefnumótaforritum á borð við Tinder.

„Mér finnst þetta bara skelfilegt, ef ég á að vera hreinskilin. Þessi stefnumótaforrit, jeminn. Mér finnst líka vanta samskiptafærni, samkennd og tilfinningagreind í marga í dag. Það er þetta ghosting, „læka“ einhvern og tala aldrei við hann, hitta einhvern einu sinni og tala aldrei aftur við hann, vera með fimmtán í takinu og svo kemstu að því að fimm af þeim eru bestu vinkonur. Þetta er erfitt,“ segir hún brosandi.

„Maður verður að reyna kannski að passa sig að njóta að vera einn, gerist þegar það gerist, vera með opin augun.“

Fylgdu Móeiði á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórstjarnan gerir upp árið í myndbandi og minnist ekki orði á Ben

Stórstjarnan gerir upp árið í myndbandi og minnist ekki orði á Ben
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heiðrún er með skilaboð til þeirra sem halda að þau hafi fitnað um jólin

Heiðrún er með skilaboð til þeirra sem halda að þau hafi fitnað um jólin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý spáir fyrir Guðna og Elizu: „Það er allt í lagi að fara í sitthvora áttina og allir eru vinir“

Ellý spáir fyrir Guðna og Elizu: „Það er allt í lagi að fara í sitthvora áttina og allir eru vinir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý svarar spurningunni sem brennur á fólki og segir að þetta verði næsti landsliðsþjálfari – „Hann er maðurinn“

Ellý svarar spurningunni sem brennur á fólki og segir að þetta verði næsti landsliðsþjálfari – „Hann er maðurinn“
Hide picture