Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, tilkynnti fyrr í þessum mánuði að hún væri hætt í pólitík. Jódísi bauðst ekki oddvitasæti í sínu kjördæmi og áður hafði hún tapað varaformannslag á landsfundi VG fyrir Guðmundi Inga Guðbrandssyni.
Jódís hefur nú sett raðhús sitt við Skeiðarvog á sölu. Húsið er 163 fm raðhús byggt árið 1955.
Húsið er á þremur hæðum, aðaleign er jarðhæð og ris, og í kjallara er aukaíbúð sem hægt að leigja út.
Aðaleign skiptist í stofu, eldhús, fjögur svefnherbergi og baðherbergi. Aukaíbúðin er með sérinngangi, stofu, eldhúsi, svefnherbergi, salerni, og þvottaherbergi með sturtuaðstöðu.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.