Langflestir ferðamenn sem sækja Ísland heim dásama landið og fegurð þess. Margir hafa lengi verið með landið sem draumaáfangastað og eru búnir að kynna sér og lesa til um land og þjóð fyrir komuna, vita til dæmis að hér er allt dýrt og veðrið breytist oft á dag og yfir vetrarmánuðina er oftast skítkalt. Þrátt fyrir þetta vilja margir samt koma aftur sem fyrst.
En ekki hin bandaríska Amber Barnes, sem ætlar aldrei aftur að koma til landsins og myndi ekki mæla með landinu við nokkurn einasta mann!
„Ég mun aldrei koma aftur til Íslands, ég mun aldrei fokking koma aftur,“ segir Barnes í myndbandi á TikTok þar sem sjá má hana ganga upp Hverfisgötu frá Lækjargötu. Og það á fyrsta degi á landinu án þess að hafa séð annað en miðbæinn.
Ísland fær gjörsamlega falleinkunn hjá Barnes sem notar F-orðið ansi oft í myndbandinu sem er ein og hálf mínúta. Segist hún aldrei áður hafa verið jafnviss innan sólarhrings frá því hún steig fæti í nýtt land eða borg að þangað hefði hún aldrei neitt að gera aftur.
„Allt er f…rándýrt. Við fórum út að borða þar sem við fengum miðlungs pastamáltíð fyrir 30 dali, allir f….kokteilarnir eru á 25 dali. Maturinn er ekki góður, það er f…kalt. Já ég skil að maður þarf að fara út og maður þarf að sjá jöklana og f….eldfjöllin og hvað það er f….
En tík! Því miður, því miður ég mun aldrei koma aftur hingað. Hreinskilið álit mitt þessi staður sökkar.“
Segist Barnes vera að borga fyrir að ganga úti og það líti svona út og sýnir Hverfisgötuna blauta eftir rigningu.
„Ekki séns í helvíti, ekki séns. Ég meira að segja keypti mér f….núðlur af því ég var svöng eftir f…máltíðina,“ segir Barnes sem er alveg bit á að að núðlurnar hafi kostað hana þrjá dali. Alls staðar annars staðar í heiminum fáist þær á 1,5 dali eða minna.
„Nei ég er hætt! Ef mig langaði til að borga 25 f…dali fyrir drykk þá myndi ég fara til New York. Ég er fokking tilbúin til að fara héðan,“
segir Barnes áður en hún stoppar fyrir framan Canopy Hilton hótelið á Smiðjustíg þar sem gera má ráð fyrir að hún hafi gist meðan á Íslandsdvölinni stóð.
@amber__barnes Iceland Travel Vlog PART 2| im sorry, but this place is a one ans done for me. 😭🇮🇸 #rant #travel #trending #blackgirl #iceland #fyp #vlog #opinion #reykjavik ♬ original sound – Amber ✨
Barnes tekur samantekt eftir fyrsta dag sinn hér og gefur Raikovich, eins og hún skrifar það, núll stig af tíu. Hún gefur kranavatninu sem er dásamlegt eitt stig. „Ég gef aukastig af því fólk hér er dásamlegt og allir að gefa mér ráð, en þessi staður sökkar. Álit mitt stendur, þessi staður sökkar. En ég er tilbúin til að skipta um skoðun, við sjáum hvernig þetta fer á morgun.“
@amber__barnes 🇮🇸✨Iceland travel Vlog part 4 | the place still sucks, 😭but the people are amazing and the tapwater is great. IMO #travel #vlog #iceland #fypシ #reykjavik #traveltiktok #blacktiktok ♬ original sound – Amber ✨
Barnes er ekki með marga fylgjendur á TikTok, 220 manns, en myndbandið er komið með tæpar 1500 athugasemdir og er hún meðal annars spurð hvort hún hafi ekki kynnt sér landið áður en hún kom og henni bent á að það sé mjög dónalegt að ferðast til ókunnugs lands og drulla yfir það. Segir hún að ef einhver myndi ferðast til Bandaríkjanna og drulla yfir þau, þá myndi hún vera hjartanlega sammála viðkomandi. Segist hún sannarlega hafa kynnt sér landið og vitað að það væri dýrt og kalt. Segir hún að þegar hún taki allt saman og meti kostnaðinn við mat og drykk og hvað landið hafi að bjóða sé það ekki þess virði, hún myndi frekar fara til Dubai.
Segist hún hafa heimsótt Vík, skoðað fossa og jökla, það hafi vissulega verið fallegt, en hún ætli samt ekki að koma aftur. „Þetta var ekki það fallegt. Þegar þú ert búin að sjá einn foss ertu búin að sjá þá alla, þegar þú ert búin að sjá einn jökul ertu búin að sjá þá alla.“
Barnes bendir á að hér sé ekki Uber og ekki McDonalds og spyr hvað í ósköpunum fólk geri hér.