fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Taylor Swift lýsti því yfir að Diddy væri draumastefnumótið – „Hann hefur alltaf verið mjög góður við mig“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 28. október 2024 14:30

Diddy og Swift

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtal við bandarísku tónlistarkonuna Taylor Swift frá árinu 2011 er nú komið aftur upp á yfirborðið í tengslum við mál tónlistarmannsins Sean „Diddy“ Combs.

Í viðtalinu lýsir Swift því yfir að stefnumót með Diddy væri draumastefnumótið hennar. Rúmlega áratug síðar situr Diddy bak við lás og slá ákærður fyrir kynferðisbrot, mansal og kynlífsþrælkun

Viðtalið birtist í þættinum Rachael Ray þegar Swift var 21 árs gömul, þar bregður hún á leik í spurningaleik fræga fólksins. Swift svaraði hraðaspurningum og hélt á lofti myndum af nokkrum stórstjörnum í tónlist, þar á meðal Diddy, Jennifer Lopez og Katy Perry.

Þegar Swift var spurð hvern hún hún hefði tekið með sér á menntaskólaballið (e. prom), svaraði Swift, sem er nú 34 ára, „Þetta yrði hópur og þetta yrði mjög skemmtilegur hópur.

Stuttu seinna hélt Swift upp myndum af Diddy, Katy Perry, Jennifer Lopez, Justin Timberlake og Sheryl Crow. „Af hverju þessi hópur fólks? spurði spjallþáttastjórnandinn.

„Vegna þess að … allar þessar mismunandi ástæður,“ útskýrði Swift. „Jæja, Katy væri bara svo skemmtileg. Hún er bara brjálæðislega skemmtileg. Diddy hefur alltaf verið mjög góður við mig. Það væri gaman að hafa hann með í hópnum.“

„Hann er heiðursmaður, er það ekki? Hann er yndislegur heiðursmaður,“ sagði Ray.

Nokkrir aðdáenda Swift segja að myndbrotið og ummæli Swift eldist ekki vel.

„Um aldamótin horfðum við upp til þessa fólks, við vissum ekki hvað var í raun að gerast á bak við tjöldin.“ 

„Þegar við vorum svo barnaleg.“ 

„Þetta eldist jafnvel og mjólk.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“
Fókus
Fyrir 2 dögum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu