fbpx
Mánudagur 28.október 2024
Fókus

Söngkona biðst forláts eftir að hún slátraði þjóðsöngnum

Fókus
Mánudaginn 28. október 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Loomis setti allt á hliðina í kappræðum hjá C-SPAN í síðustu viku. Þar flutti hún bandaríska þjóðsönginn í beinni útsendingu og heppnaðist það ekki betur en svo að hún klikkaði á háu nótunum. Bandaríkjamenn eiga til að taka því gríðarlega persónulega þegar þjóðsöngnum er slátrað og fékk Loomis því að finna fyrir hatursbylgju Internetsins. Eftir að Loomis klikkaði stöðvaði hún flutninginn og spurði hvort hún mætti byrja aftur:

„Ég fokkaði þessu upp, ég fokkaði. Má ég byrja aftur?“

Söngkonunni var þá bent á að hún var í beinni útsendingu. Hún hélt þá áfram og kláraði lagið.

Kappræðurnar voru á vegum samtakanna Free & Equal Elections, en söngkonan hefur nú formlega beðist afsökunar á flutningi sínum og óskað eftir fyrirgefningu. Hún hafði eftir flutninginn verið höfð að háði og spotti í netheimum, bæði fyrir flutninginn og fyrir það að blóta í beinni.

„Til að byrja með bið ég Free & Equal teymið afsökunar á þessum mistökum og frá mínum dýpstu hjartarótum biðst ég afsökunar. Og mér þykir þetta leitt. Ég ætlaði mér ekki að klúðra þjóðsöngnum og ég vil bara þakka ykkur fyrir þetta tækifæri og fyrir að hafa trú á mér.“

Loomis sagðist lengi hafa óttast þjóðsönginn, að hún gæti ekki gert honum góð skil. „Ég óttaðist alltaf að mér myndi mistakast, og svo hefur það nú gerst og allur heimurinn fékk að sjá það. Svo mig langaði bara að sýna þeim sem hafa séð flutninginn að það er alltaf hægt að breyta dimmu í dagsljós. Ég var aðeins sein þennan dag og ekki örugg á innkomunni sem gerði mig vandræðalega þegar flutningurinn hófst í beinni útsendingu. Ég veit að ég get betur og mér þykir það virkilega leitt að hafa ekki staðið mig. Ég tek fulla ábyrgð hvað mig varðar og bið um það eitt að þið notið ekki þennan flutning til að dæma mig sem flytjanda. Ég er þakklát fyrir þetta tækifæri og fyrir allan kærleikann og stuðninginn sem ég hef fengið. Ég ætla að læra af þessu og get ekki beðið eftir að snúa til baka betri en áður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Mel Gibson styður Trump: Kamala Harris með greindarvísitölu á við girðingastaur

Mel Gibson styður Trump: Kamala Harris með greindarvísitölu á við girðingastaur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gummi Emil segir handtökuna erfiðustu lífsreynsluna – „Ég var bara „Af hverju er ég til?“

Gummi Emil segir handtökuna erfiðustu lífsreynsluna – „Ég var bara „Af hverju er ég til?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var stjarna í vinsælustu unglingaþáttunum en á bak við luktar dyr stjórnaði sértrúarsöfnuðurinn öllu

Var stjarna í vinsælustu unglingaþáttunum en á bak við luktar dyr stjórnaði sértrúarsöfnuðurinn öllu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fórnaði öllu til að elta kærastann til Texas – Þá afhenti hann henni bréf sem breytti öllu

Fórnaði öllu til að elta kærastann til Texas – Þá afhenti hann henni bréf sem breytti öllu