fbpx
Mánudagur 28.október 2024
Fókus

Gaf manninum sínum leyfi til að sofa hjá hverjum sem er – Það endaði með ósköpum

Fókus
Mánudaginn 28. október 2024 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona ein leitaði til Jane Green, sambandsráðgjafa Daily Mail, vegna óvenjulegs vandamáls í hjónabandi sínu. Jane heldur úti vinsælum dálki, Dear Jane, þar sem hún svarar ýmsum spurningum frá lesendum og ráðleggur þeim í vandamálum sem koma upp í einkalífinu.

Gefum konunni orðið:

„Kæra Jane.

Ég er 35 ára og hef verið hamingjusamlega gift í fimm ár.

Virkt kynlíf hefur alltaf verið mikilvægt í okkar sambandi en ég greindist því miður með leghálskrabbamein fyrr á þessu ári. Geislameðferð sem ég gekkst undir varð þess valdandi að við gátum ekki sofið saman í tæpa tvo mánuði.

Maðurinn minn hefur sýnt mér mikinn stuðning og verið algjör klettur.

Þar sem ég veit að kynlíf er honum mikilvægt þá gaf ég honum svokallað „hall pass“ – ég sagði honum að hann mætti sofa hjá hverjum sem er ef hann virkilega langaði það.

Ég bjóst við því að hann myndi kannski velja gamla kærustu, konu af einhverju stefnumótaforriti eða vinnufélaga. En nei, hann valdi bestu vinkonu mína! Við höfum verið mjög nánar síðan í barnaskóla þó að aðeins hafði fjarað undan sambandinu síðustu mánuði.

Ég er í fullu starfi og á eiginmann en hún er einstæð og flakkar á milli starfa. Ég hef alltaf haft þá tilfinningu að hún öfundi mig en mér datt aldrei í hug að hún myndi gera þetta.

Eins og maðurinn minn lýsir þessu þá rákust þau á hvort annað á bar með mismunandi vinahópum og byrjuðu að spjalla.

Hann segist hafa nefnt þetta við hana „í gríni“ og hún hafi líka sagt „í gríni“ að hann ætti að nota það með henni. Og síðan, eftir dálítið marga drykki, fóru þau heim saman.

Ég er í áfalli. Hann hefði getað sofið hjá hverri sem er! Af hverju valdi hann einhverja sem ég hef þekkt nær alla mína ævi?

Hann segir að þetta komi ekki fyrir aftur og telur að hlutirnir verði ekki skrýtnir á milli okkar þriggja. En ég veit ekki hvort ég komist yfir þetta.

Ég sagði honum vissulega að hann mætti halda fram hjá en grunaði aldrei að hann myndi gera það með henni. Hef ég fullan rétt á að vera reið? Og hvað með vinkonu mína – hvernig gat hún gert þetta? Hvernig get ég haldið áfram með þessar tvær manneskjur í lífi mínu, vitandi hvað þau gerðu?

Í svari sínu segir Jane að hún hafi fullan rétt á að vera reið vegna málsins og tveir mánuðir án kynlífs séu ekki langur tími.

„Hvað sem því líður þá bauðstu honum þennan „frípassa“ og gerðir ráð fyrir að hann myndi ekki velja einhverja sem er náin þér.

Að hann hafi valið þínu bestu vinkonu eru risastór svik – líka af hennar hálfu. Þannig að já, vertu reið núna en þú þarft samt að gera það upp við þig hvort þú getir fyrirgefið þessi svik eða ekki.

Í hreinskilni sagt held ég samt að þú hefðir átt að vera skýrari þegar þú gafst honum þetta leyfi og setja skýrari mörk. Ég velti líka fyrir mér hvort þú hafir raunverulega verið tilbúin að veita honum þetta leyfi til að byrja með. Settirðu þarfir hans framar þínum þörfum?

Sem manneskja sem hefur gengið í gegnum krabbamein þá veit ég hversu mikilvægt það er að hafa fullan stuðning frá makanum. Það gæti verið gagnlegt fyrir þig að horfa til baka og hugsa um það sem þú bauðst, hvað þú bjóst við að myndi gerast og af hverju hans þarfir eru mikilvægari en þínar þegar þú ert í miðri baráttu fyrir heilsunni þinni.

Varðandi vinkonu þína þá eiga vinir að vera til staðar fyrir hvorn annan. Ef hún var raunverulega besta vinkona þín hefði hún átt að labba í burtu þegar hún hitti hann á barnum og grínaðist með leyfið. Ef hann freistaði hennar og taldi að þú myndir samþykkja þetta hefði hún alltaf átt að tala við þig áður.

Ég held að besta lausnin hér sé að eiga opið og hreinskilið samtal við þau bæði, hvort í sínu lagi, um hvað varð til þess að þau héldu að þetta væri í lagi. Segðu þeim nákvæmlega hvernig þér líður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Mel Gibson styður Trump: Kamala Harris með greindarvísitölu á við girðingastaur

Mel Gibson styður Trump: Kamala Harris með greindarvísitölu á við girðingastaur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gummi Emil segir handtökuna erfiðustu lífsreynsluna – „Ég var bara „Af hverju er ég til?“

Gummi Emil segir handtökuna erfiðustu lífsreynsluna – „Ég var bara „Af hverju er ég til?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var stjarna í vinsælustu unglingaþáttunum en á bak við luktar dyr stjórnaði sértrúarsöfnuðurinn öllu

Var stjarna í vinsælustu unglingaþáttunum en á bak við luktar dyr stjórnaði sértrúarsöfnuðurinn öllu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fórnaði öllu til að elta kærastann til Texas – Þá afhenti hann henni bréf sem breytti öllu

Fórnaði öllu til að elta kærastann til Texas – Þá afhenti hann henni bréf sem breytti öllu