fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Selma þurfti að hylja bláan og marinn handlegginn í útskriftinni – „Andlega ofbeldið, ef eitthvað er verra en þetta líkamlega… því það situr eftir í manni“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 26. október 2024 12:00

Selma Soffía Guðbrandsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsstjórnandinn og athafnakonan Selma Soffía Guðbrandsdóttir er gestur vikunnar í Fókus.

Í þættinum segir hún frá sjö ára sambandi sem hafði mikil áhrif á hana. Selma var ung og hélt að svona ætti ást að vera, að það væri enginn annar þarna úti fyrir hana og að þetta ætti hún skilið. Hún leyndi ofbeldinu en eftir atvik á áramótunum 2019 var ekki hægt að fela það lengur. Eftir það hefur lífið verið upp á við.

Selma hóf mikla sjálfsvinnu sem hefur skilað sér á þann stað sem hún er á í dag og hún vill nýta sína rödd til að hjálpa öðrum og hvetja fólk í sömu stöðu að leita sér aðstoðar.

video
play-sharp-fill

Selma byrjaði með fyrrverandi kærasta sínum þegar hún var sextán ára gömul og voru þau saman í sjö ár, yfir mikilvæg mótunarár og telur Selma það hafa haft víðtæk áhrif. Það mótaði hvað hún hélt að ást væri, hvernig samskipti ættu að vera, hvernig kærasti mátti koma fram við kærustu og hvað hún þurfti að vera tilbúin að sætta sig við.

„Við „ólumst“ upp saman. Ég geri mér rosa mikið grein fyrir því í dag, sérstaklega eftir mikla sjálfsvinnu… með toxic samband, eitt sem ég þurfti líka að læra sjálf er að ég get ekki bara bent á hann og sagt að hann hafi verið vondi karlinn, því það tekur alltaf tvo til að vera í svona sambandi,“ segir hún.

Selma segir að hún hafi leitað inn á við eftir sambandið og hafið mikla sjálfsvinnu í kjölfarið. Hún segir það hjálpa sér að hugsa um sig og reyna að bæta sína hegðun heldur en að reyna að breyta hans.

Aðsend mynd.

„Þetta var ekki svona samband þar sem hann var að hóta mér svo ég væri með honum. Alls ekki,“ segir Selma.

Hún segir sambandið hafa verið óheilbrigt og tengdi mikið við herferðina Sjúk ást þegar hún fór í loftið fyrir nokkrum árum.

„Ég hélt að þetta væri eðlileg ást og að ég ætti ekkert betra skilið,“ segir Selma.

Selma faldi allt fyrir fjölskyldu sinni og var þeim mikið áfall að heyra allt sem hafði gengið á þegar hún opnaði sig fyrir þeim eftir sambandsslitin.

Aðsend mynd.

Andlega ofbeldið situr eftir

Selma segir ofbeldið hafa verið meira andlegt en líka líkamlegt. Það tók Selmu langan tíma að átta sig á því þar sem hann sló hana aldrei eða kýldi með krepptum hnefa.

„Hann hrinti mér, hann kastaði hlutum í mig. Ég veit ekki hversu oft hann var reiður upp í rúmi þegar hann var drukkinn og tók kodda og þóttist ætla að kæfa mig. Hann var mikið að hrista mig líka, sem mér finnst hryllingur að hugsa um,“ segir hún.

„Og svo ljótu orðin. Það gæti verið heil bók fyrir sig. Andlega ofbeldið, ef eitthvað er verra en þetta líkamlega… því það situr eftir í manni.“

Selma segir þó margar minningar stinga, eins og þegar hún þurfti að hylja annan handlegginn þegar hún var að útskrifast frá MS því hún var tognuð, blá og marin eftir hann.

„Hann hefur hrækt í andlitið á mér. Nauðgun sem ég vissi ekki að væri nauðgun fyrr en í dag, því ég hélt að þetta væri eitthvað sem kærastar máttu gera. Þetta er svo mikið sem konur átta sig kannski ekki á á þessum aldri. Það var ekki nógu mikil vitundarvakning í kringum þetta heldur.“

Á þessum tíma sökk Selma í mikið þunglyndi og einangraðist frá heiminum.

„Ég mætti aldrei í skólann […] Ég gat ekki vaknað lengur. Ég þyngdist um 30 kíló og sá einhvern veginn ekki endann á þessu. Þannig ég hugsaði mjög oft: „Af hverju er ég að lifa?“ Það er eins og ég sá ekkert, bara að deyja eða vera með honum. Ógeðslega skrýtið því það var ekki þannig.“

Selma Soffía Guðbrandsdóttir.

Upplifði andlegt ofbeldi frá móður hans

Selma segir að hún hafi einnig upplifað mikið andlegt ofbeldi af hálfu móður hans, fyrrverandi tengdamóður sinni. „Samband þeirra var mjög brenglað og er ennþá í dag… ég vona innilega að enginn þurfi að upplifa svona tengdamömmu,“ segir hún.

„Þetta voru rosa erfið ár í lífi mínu og ég óska þessu ekki upp á neinn. En ég vil líka taka það fram að ég held að þarna sé stór saga af alkóhólisma sem spilar mikið inn í, sérstaklega hans hegðun, því hann var ekki svona edrú.“

Selma Soffía Guðbrandsdóttir.

Sprengja á áramótunum

Þau hættu loksins saman áramótin 2018/2019. „Bara á áramótunum. Við vorum heima hjá mér og hann fékk svona kast fyrir framan alla fjölskylduna mína,“ segir hún.

Til þessa hafði Selma falið hegðun hans og hafði fjölskylda hennar ekki hugmynd um að þetta væri eitthvað sem hún þyrfti að þola reglulega. Á þessum tímapunkti, þegar fjölskyldan hafði séð þessa hlið af honum, var ekki hægt að snúa aftur.

„Þetta var áfall fyrir alla og það var ekki aftur snúið,“ segir hún.

„Ég er mjög þakklát að þetta gerðist, þetta átti að gerast svona. Annars hefði ég örugglega aldrei hætt með honum.“

Selma segir einlæga sögu sína í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

Hægt er að fylgja Selmu á Instagram og TikTok. Smelltu hér til að hlusta á Skipulagt Chaos.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Hide picture