fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fókus

Raunveruleikastjarna látin eftir bílslys

Fókus
Föstudaginn 25. október 2024 12:30

Sarah Danser.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sarah Danser, sem gerði garðinn frægan í raunveruleikaþáttunum Naked and Afraid, er látin 34 ára að aldri. Sarah lést á þriðjudag eftir að hafa lent í hörmulegu bílslysi á sunnudag.

Í frétt New York Post kemur fram að Sarah hafi verið búsett á Hawaii og átti slysið sér stað þar.

59 ára karlmaður er sagður hafa misst stjórn á ökutæki sínu og ekið á bifreið Söruh þar sem hún stóð kyrrstæð í Kahala-hverfinu í Honolulu. Karlmaðurinn var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús eftir áreksturinn.

Lögregla er með málið til rannsóknar en grunur leikur á að ökumaðurinn hafi ekið yfir leyfilegum hámarkshraða þegar slysið varð.

Sarah tók þátt í Naked and Afraid-raunveruleikaþáttunum árið 2017, en í þeim er fylgst með þátttakendum þar sem þeir reyna að lifa af úti í óbyggðum án matar, vatns og klæðnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife