fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fókus

Sambandsráðgjafinn bað leikkonuna afsökunar fyrir að hafa ekki séð merkin um ofbeldið

Fókus
Fimmtudaginn 24. október 2024 13:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Anna Kendrick hefur ákveðið að rjúfa þögnina um ofbeldissamband sem hefur haft mikil áhrif á líf hennar. Árið 2022 lék hún í myndinni Alice Darling sem fjallar um heimilisofbeldi. Kendrick segir að sagan í Alice Darling hafi á köflum verið skuggalega svipuð hennar eigin reynslu.

Hún segir í samtali við hlaðvarpið Call Her Daddy að hún hafi ekki sagt neinum aðstandanda að hún hefði tekið að sér hlutverk í Alice Darling, enda var hún sannfærð um að ástvinir hennar hefðu ráðið henni frá því. Ofbeldissambandinu var þarna nýlokið og Kendrick ekki búin að gera reynsluna upp. Nú er frumraun Kendrick í leiksstjórn komin út en þar tekur hún líka fyrir kynbundið ofbeldi, en myndin byggir á sannri sögu um svokallaða Stefnumótaþáttamorðingjann, en Kendrick tekur þar fyrir þemu á borð við kerfislæga kvenfyrirlitningu og ofbeldi gegn konum.

Sjálf segir Kendrick að þó mikið hafi verið fjallað um heimilisofbeldi og ofbeldissambönd undanfarin ár þá séu þó tilfelli sem passa ekki inn í staðalmyndirnar. Hennar eigin gerði það ekki. Margir lýsi ofbeldissamböndum þannig að ofbeldið hefst hægt og rólega og stigmagnast með tíð og tíma. Hjá Kendrick var þetta öðruvísi. Þar byrjaði ofbeldið skyndilega og alveg upp úr þurru. Það var líka andlegt og tilfinningalegt fremur en líkamlegt svo það var erfitt fyrir Kendrick að horfast í augu við það og viðurkenna hvað væri að eiga sér stað.

„Þetta fylgdi ekki þessu hefðbundna mynstri. Þetta var sjö ára samband, en það var eins og hendi væri veifað þegar þetta byrjaði og þetta varði svo í um ár. Þetta kom bara algjörlega upp úr þurru, en ég elskaði og treysti þessum manni, svo ég hugsaði að þetta hlyti að vera mér að kenna. Ef annað okkar væri galið, þá væri það ég.  Svo það var mjög, mjög erfitt að horfast í augu við að þetta hafi verið honum að kenna.“

Ofbeldið hafi verið svo lúmskt að sambandsráðgjafi hennar og kærastans hafi ekki einu sinni séð það til að byrja með. „Ég hef hitt ráðgjafann nokkrum sinnum síðan og hann hefur beðið mig afsökunar, því ég held að hann hafi fyrst áttaði sig á hvað var í gangi bara þarna í blálokin.“

Það var ekki fyrr en eftir að Kendrick missti stjórn á sér í tíma hjá sambandsráðgjafanum sem hún fékk ofbeldið viðurkennt. „Ég sendi ráðgjafanum töluvpóst eftir tímann og sagði: Ég skammast mín rosalega, mér þykir þetta svo leitt, ég veit ég þarf að hafa hemil á sjálfri mér. En hann hringdi þá strax í mig, sem hann hafði ekki gert áður, og sagði: Nei ég er svo stoltur af þér. Og þá áttaði ég mig á því að eitthvað hafði breyst. Og sambandinu lauk ekki löngu eftir þetta.“

E News greinir frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife