fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Margrét greindist með krabbamein í jólafríinu 22 ára gömul – „Þá sáum við bungu á hálsinum“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 24. október 2024 17:30

Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var svolítið bara að drífa af þetta verkefni. Ég er frekar opin týpa sjálf en ég fann að fólkið mínu fannst ekki gott að ræða þetta. Þannig að það var bara best að loka á þetta og klára verkefnið og svo var ég bara farin aftur til Bandaríkjanna og þá ekki með mitt helsta stuðningsnet. Svo bara líður tíminn og maður geymir andlega þáttinn einhvers staðar í líkamanum í stað þess að vinna á honum strax sem hefði vissulega verið betri leið,“

segir Margrét Th. Jónsdóttir sem greindist með krabbamein í skjaldkirtli árið 2005 þegar hún var 22 ára gömul háskólanemi í Bandaríkjunum á fótboltastyrk. Í jólafríi heima á Íslandi fann hún fyrir eymslum í hálsi þegar hún var á æfingu, en áleit þetta bara harðsperrur eftir að hafa brosað svo mikið yfir að vera komin heim.

„Þá sáum við bungu á hálsinum, þannig að Þorláksmessukvöld fór ég upp á bráðamóttöku. Þar voru læknarnir áhugasamir en gátu ekki gefið nein svör, en milli jóla og nýárs hitti ég efnaskiptalækni sem tók sýni úr þessu sem reyndist svo vera illkynja æxli.“

Margrét segir sögu sína í tilefni af Bleiku slaufunni, árlegu árvekni- og fjáröflunartátaki Krabbameinsfélagsins, sem jafnan fer fram í október. Bleika slaufan er komin út í 25 sinn, hönnuð af Sigríði Soffíu Níelsdóttur, Siggu Soffíu, sem greindist brjóstakrabbamein árið 2020 og þurfti að fara í lyfja- og geislameðferð og aðgerð.

„Það þarf að vinna í andlega áfallinu alveg eins mikið og því líkamlega. Ég held okkur hætti til að setja þau til hliðar, en þau fara ekki, þau bara sitja í líkamanum og koma síðar. Núna 20 árum síðar er ég að ræða þetta áfall enn þá við sálfræðinginn minn og fólkið mitt. Og reyna að vera opin og tala um þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu