fbpx
Laugardagur 26.október 2024
Fókus

Húsfyllir kvenna að þjálfa sjálfsræktarvöðvann

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 24. október 2024 18:56

Fræðslunefnd FKA 2024-2025 Steingerður, Hjördís, Sigrún, Geirlaug, Anna og Hafdís Perla. Sara Dögg er ekki á mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfsræktin er vöðvi sem mikilvægt er að þjálfa.

Nýliðamóttaka FKA er fyrir nýjar konur, konur sem vilja stimpla sig inn aftur og þær sem vilja taka virkan þátt í starfi félagsins. Húsfylli var hjá Hagvangi þegar fyrsta Nýliðamóttaska FKA á starfsárinu var haldin.

Erla Gísladóttir eigandi URÐ og Sigurrós Jónsdóttir.
Marta Pálsdóttir, Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir eigandi Gæludæyr.is og gjaldkeri FKA og Ólöf Kristjánsdóttir markaðsstjóri Taktikal.

Það er Fræðslunefnd FKA sem hefur það mikilvæga hlutverk að skipuleggja nýliðamóttökur tvisvar á ári. Móttökurnar eru frábært tækifæri til að kynnast FKA, mynda tengslanet og fræðast um þau tækifæri sem félagið hefur upp á að bjóða.

Geirlaug Jóhannsdóttir eigandi Hagvangs tók á móti áttatíu konum en hún á sæti í Fræðslunefnd FKA og með henni eru þær Hafdís Perla Hafsteinsdóttir lögmaður, Steingerður Hreinsdóttir Myndlistaskólanum í Reykjavík, Sigrún Elísabeth Arnardóttir eigandi Tíunnar sálfræðistofu, Anna Bjarney Sigurðardóttir stjórnarkona, Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir leiðtoga- og teymisþjálfi hjá Taktu flugið og Sara Dögg Davíðsdóttir Baxter eigandi LOGN Bókhald.

Geirlaug og Inga Steinunn Arnardóttir Hagvangi.
Geirlaug, Hjördís og Aldís Arna Tryggvadóttir.

„Nýliðakynning FKA  – Leið inn í öflugt félagsstarf og tengslanet FKA,“ segir í auglýsingunni og það er rétt. Viðskiptasambönd verða til, neisti kviknar og þú verður mögulega óstöðvandi.

Hjördís Dröfn leiddi tengslaverkefni og Aldís Arna Tryggvadóttir eigandi Heilsuheilla var með erindi sem fjallaði um gidin okkar, áherslur, jafnvægi og elta draumana. „Að hlusta á innri kompás, hjartað og þekkja sig. Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA kynnti félagið og Guðrún Gunnarsdóttir hjá Fastus, varaformaður FKA tók fagnandi á móti öflugum konum.

Hjördís Dröfn leiddi tengslaverkefni.
Guðrún Gunnarsdóttir hjá Fastus, varaformaður FKA.

Húsfylli var og óhætt að segja að stemningin hafi verið góð, nýtt starfsár er að hefjast hjá Félagi kvenna í atvinnulífinu, FKA. Við teljum í öflugt starfsár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaður Mínervu barðist við krabbamein í tæp 6 ár – „Ég gleymdi sjálfri mér“

Eiginmaður Mínervu barðist við krabbamein í tæp 6 ár – „Ég gleymdi sjálfri mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stunurnar í Lennon og ókunnri konu heyrðust fram – Gestir í áfalli reyndu að yfirgefa partýið meðan Ono hlustaði á

Stunurnar í Lennon og ókunnri konu heyrðust fram – Gestir í áfalli reyndu að yfirgefa partýið meðan Ono hlustaði á
Fókus
Fyrir 4 dögum

Spurði alla karlmenn að því sama áður en hún stundaði kynlíf með þeim

Spurði alla karlmenn að því sama áður en hún stundaði kynlíf með þeim
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndavél Ásu Steinars fraus en það var þess virði – Sjáðu af hverju

Myndavél Ásu Steinars fraus en það var þess virði – Sjáðu af hverju