fbpx
Föstudagur 25.október 2024
Fókus

Fórnaði öllu til að elta kærastann til Texas – Þá afhenti hann henni bréf sem breytti öllu

Fókus
Miðvikudaginn 23. október 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona hefur sett TikTok á hliðina eftir að hún deildi þar sambandsslitum sínum, en skoðanir eru þó skiptar um það hvort konan eigi skilið vorkunn eða hvort hún hafi mátt vita í hvað stefndi.

Konan starfar sem söngkona og áhrifavaldur og kallar sig Spritely. Hún lýsti því í myndbandi hvernig hún fórnaði öllu til að flytja til Texas með kærasta sínum til nokkurra ára.

Þau bjuggu áður í Los Angeles en þegar kærastinn sagðist vilja búa nær föður sínum í Texas ákvað Spritely að segja skilið við vinnuna sína, íbúðina – allt til að fylgja kærastanum. Hún notaði meira að segja væna flís af sparnaði sínum til að fjármagna flutningana.

Þegar hún var komin til Texas byrjaði hún að koma sér fyrir. Hún þurfti að bíða í nokkra mánuði eftir að búslóðin hennar skilaði sér, en þetta var allt að þokast í rétta átt þegar kærastinn kom heim úr ferðalagi með fjölskyldu sinni. Kærastinn rétti henni handskrifað bréf. Í bréfinu lýsti hann því að þau ættu hreinlega enga samleið og best væri að slíta sambandinu.

Þar með þurfti Spritely aftur að pakka öllu sem hún á, en að þessu sinni flutti hún til Flórída þar sem hún býr hjá móður sinni á meðan hún kemur undir sig fótunum aftur.

Myndbandinu deildi hún fyrir um viku og þegar hafa rúmlega 2 milljónir manna horft á það. En skoðanir eru þó skiptar. Margir vorkenndu Spritely rosalega, en svo fór fólk að skoða eldri myndbönd hennar.

Í eldri myndböndum lýsti Spritely því óvart sjálf hvað hún og kærastinn áttu illa saman. T.d. hafði hún deilt myndbandi frá 2 ára sambandsafmæli þeirra þar sem hún greindi fylgjendum frá því að hafa samið rómantískt ástarlag til kærastans. Kærastinn hins vegar hataði lagið og hataði athyglina sem það fékk á TikTok. Í öðru myndbandi lýsti Spritely því að kærastinn neitaði að gefa henni með sér af þeim mat sem hann keypti og að hann ætti erfitt með að umbera fólk, þar með talið hana.

Einn netverji skrifar: „Var algjörlega í liði með konunni sem flutti frá Los Angeles til Texas bara svo kærastinn hennar gæti hætt með henni upp úr þurru, eða allt þar til ég sá skýr merki um að hún hafi árum saman vitað að hann klárlega hataði hana.“

 

Spritely hefur nú birt annað myndband þar sem hún kemur sjálfri sér til varna. Kærastinn hafi ekki verið að reyna að stinga hana af með því að flytja til Texas. Hún og hann hafi rætt þetta saman og tekið ákvörðun um að flytja saman. „Þið látið eins og ég hafi bara mætt til Texas og hrópað: ÓVÆNT. Fólk er að segja mér að leita mér hjálpar því ég elska hann enn. En það er bara ekki hægt að slökkva á ástinni eins og lampa. Það væri frábært ef ég gæti það. Guð hvað ég væri til í það. En ástin fer ekki bara þó við viljum hana ekki lengur.“

Spritely segist þó vera stolt af getu sinni til að elska skilyrðislaust. Kærastinn hafi ekki kunnað að meta þann eiginleika og það sé hans missir. Hún segist þó óska þess að hún hefði barist fyrir sambandinu. Að hún hefði neitað að taka við bréfinu og þess í stað krafið kærastann um að ræða tilfinningar sínar og hugsanir. Saman hefðu þau þá komist að niðurstöðu hvort sem það væri að halda áfram að vera saman eða skilja í góðu.

@spritelynotthesoda Anyway how have you been?? #breakup #heartbroken #storytime #healing ♬ original sound – spritely

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hannes Hólmsteinn í hópi með skapara Hringadróttinssögu, ráðherra Biden, og versta óvini járnfrúarinnar

Hannes Hólmsteinn í hópi með skapara Hringadróttinssögu, ráðherra Biden, og versta óvini járnfrúarinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einn ferðafélaga Sunnu Kristínar er lífsógnandi sjúkdómur – „Sem ég veit aldrei hvenær skýtur aftur upp kollinum“

Einn ferðafélaga Sunnu Kristínar er lífsógnandi sjúkdómur – „Sem ég veit aldrei hvenær skýtur aftur upp kollinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Börn Diddy standa með honum í flóðbylgju ásakana á hendur honum – „Síðasti mánuður hefur tortímt fjölskyldu okkar“

Börn Diddy standa með honum í flóðbylgju ásakana á hendur honum – „Síðasti mánuður hefur tortímt fjölskyldu okkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég gekk inn mölbrotin á líkama og sál“

„Ég gekk inn mölbrotin á líkama og sál“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stunurnar í Lennon og ókunnri konu heyrðust fram – Gestir í áfalli reyndu að yfirgefa partýið meðan Ono hlustaði á

Stunurnar í Lennon og ókunnri konu heyrðust fram – Gestir í áfalli reyndu að yfirgefa partýið meðan Ono hlustaði á
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ívar var fastur í hreinasta helvíti – „Þetta var mikil þjáning“

Ívar var fastur í hreinasta helvíti – „Þetta var mikil þjáning“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Spurði alla karlmenn að því sama áður en hún stundaði kynlíf með þeim

Spurði alla karlmenn að því sama áður en hún stundaði kynlíf með þeim