fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Einn ferðafélaga Sunnu Kristínar er lífsógnandi sjúkdómur – „Sem ég veit aldrei hvenær skýtur aftur upp kollinum“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. október 2024 17:30

Sunna Kristín Hilmarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir greindist með mergæxli í lok október 2021, þá 37 ára gömul. Mergæxli er afar sjaldgæft hjá fólki undir fertugu og í hennar tilfelli var það langt gengið og búið að dreifa sér í eitlana, sem er almennt líka mjög sjaldgæft. Læknirinn hennar taldi því líklegt að hún hefði verið með sjúkdóminn í mörg ár, án þess að hún fyndi fyrir einhverjum teljandi einkennum. 

Sjá einnig: Sunna greindist með mergæxli 37 ára – „Klisjur eru klisjur af því að þær eru sannar“

Bleiki dagurinn er i dag, 23. október og minnist Sunna Kristín þess í dag að tæp þrjú ár eru liðin frá greiningu hennar.

„Eins og flest ykkar þekkið fór ég í gegnum þunga lyfjameðferð áður en ég fór í tvær stofnfrumumeðferðir með nokkurra mánaða millibili – með tilheyrandi veikindum og marglaga sorg,“ segir Sunna Kristín í færslu á Facebook.

Hún segist gott að geta sagt frá því að sjúkdómurinn er í algjörum dvala en sá lúxus er ekki ókeypis. „Ég tek lyf alla daga með tilheyrandi aukaverkunum sem há mér þó mismikið í mínu daglega lífi. Ég er í raun mjög heppin því ég get verið í fullri vinnu og sinnt alls kyns hugðarefnum í frítíma mínum, eins og vinum og fjölskyldu, pólitík, ferðalögum, ritlist og þáttagerð.“

Sunna segir að vissulega myndi læknirinn hennar ef til vill kjósa að hún væri ekki alveg í fullu starfi eða ætti sér færri áhugamál

„og trúið mér, að taka frá tíma til að hvíla sig er áskorun – en þegar þú veist að þú átt kannski max 15 ár ólifuð held ég að þú viljir óhjákvæmilega make the most of it.

Það er nefnilega hin áskorunin: að eiga lífsógnandi sjúkdóm fyrir ferðafélaga sem ég veit aldrei hvenær skýtur aftur upp kollinum.

Þótt dauðinn sé í grunninn ferðafélagi okkar allra sem lifum er hann auðvitað ekki eins nálægur öllum í þeirra lífi og hann er hjá mér. Fyrir mig er þetta eitt það erfiðasta því að fólk sem er ekki í sömu stöðu og ég hefur takmarkaðan skilning á jafn súrum raunveruleika.“

Sunna Kristín segir að það sé því gott að eiga félög eins og Krabbameinsfélagið að því þar er hægt að fá alls konar þjónustu endurgjaldslaust, þar á meðal jafningjastuðning og sálfræðiráðgjöf. „Á bleika deginum hvet ég ykkur því öll til að styðja við starfsemi félagsins svo við sem þurfum á aðstoð þess að halda getum átt það áfram að.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu