fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fókus

„Ég vil ekki fá fullnægingu aftur“ – Nicole Kidman þurfti að taka sér hlé í miðjum tökum

Fókus
Miðvikudaginn 23. október 2024 15:30

Nicole Kidman í Babygirl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunaleikkonan Nicole Kidman segir að hún hafi verið svo kynferðislega örvuð við tökur á kvikmyndinni Babygirl að hún neyddist til að taka sér pásu frá tökum.

Babygirl er erótískur þriller og leikur Kidman valdamikla konu í viðskiptaheiminum sem kemst í kynni við ungan og kynþokkafullan starfsnema sem leikinn er af Harris Dickinson.

Persóna Kidman í myndinni virðist vera tilbúin að fórna ýmsu fyrir hinn unga elskhuga, bæði starfsferlinum og hjónabandinu en eiginmaður hennar í myndinni er leikinn af Antonio Banderas.

Kidman, sem er 57 ára, segir að kynlífssenurnar með Dickinson og Banderas hafi stundum verið aðeins of svakalegar fyrir hana og hún hafi stundum þurft að taka sér pásu.

„Það komu augnablik í tökum þar sem ég sagði bara: „Ég vil ekki fá fullnægingu aftur“,“ sagði leikkonan í viðtali við The Sun.

Dickinson sjálfur hefur sagt að hann hafi þurft að biðja tökumenn og starfsfólk um að  yfirgefa settið stundarkorn þegar hann þurfti svigrúm.

Kidman segist hafa tekið verkefnið að sér til að ögra sjálfri sér og það virðist hafa tekist ágætlega. Babygirl verður frumsýnd í bandarískum kivkmyndahúsum um jólin en myndin hefur þegar verið sýnd á kvikmyndahátíðum um víðan heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife