fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

„Ég gekk inn mölbrotin á líkama og sál“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. október 2024 11:55

Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Annaðhvort er hún í lyfjagjöf eða í hvíld og þá er hún lasin eftir lyfjagjöfina. Maður er alltaf að halda í von að maður geti farið og gert eitthvað saman sem fjölskylda, en maður gleymir að hlúa að sjálfum sér af því maður er svo upptekinn af því að passa upp á hana og að henni líði vel, og börnunum hennar,“

segir Ástrós Villa Vilhelmsdóttir um systur sína sem glímir við briskrabbamein.

„Hún greindist jólin 2017-18, var búin að vera mikið veik áður og kom í ljós þarna að hún var með briskrabbamein, fór í stóra aðgerð og lyfjameðferð eftir það. Hún er búin að vera með krabbameinið síðan þá og er enn að berjast.“

Ástrós segir sögu sína í tilefni af Bleiku slaufunni, árlegu árvekni- og fjáröflunartátaki Krabbameinsfélagsins, sem jafnan fer fram í október. Bleika slaufan er komin út í 25 sinn, hönnuð af Sigríði Soffíu Níelsdóttur, Siggu Soffíu, sem greindist brjóstakrabbamein árið 2020 og þurfti að fara í lyfja- og geislameðferð og aðgerð.

Ástrós sem býr á Norðurlandi leitaði sér aðstoðar núna í janúar hjá Krabbameinsfélaginu.

„Ég gekk inn mölbrotin á líkama og sál,“ segir Ástrós sem segir hafa verið tekið vel á móti henni og alltaf tekið jafnvel á móti henni og fylgst vel með að henni líði vel. Engu máli skipti hvar fólk sé búsett sem þarf að leita sér aðstoðar hjá Krabbameinsfélaginu.

„Ef það væri einhver að greinast í dag þá myndi ég svo sannarlega vilja að sá sami myndi fara og leita sér aðstoðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár