fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fókus

Börn Diddy standa með honum í flóðbylgju ásakana á hendur honum – „Síðasti mánuður hefur tortímt fjölskyldu okkar“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. október 2024 12:30

Sean „Diddy“ Combs Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börn bandaríska tónlistarmannsins Sean „Diddy“ Combs styðja föður sinn, en hann situr í fangelsi eftir að dómari neitaði honum um lausn gegn tryggingu. Diddy hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot, mansal og kynlífsþrælkun. Fjöldi kvenna hafa stigið fram og sakað hann um brot gegn sér. Er Diddy  meðal annars sagður hafa þvingað konur og kynlífsverkafólk til að taka þátt í kynsvalli sem hann hélt fyrir nafntogaða einstaklinga. Réttarhöld í máli hans hefjast 5. maí 2025.

Sex af sjö börnum hans birtu sameiginlega yfirlýsingu á Instagram í gær, þriðjudag.

„Síðasti mánuður hefur tortímt fjölskyldu okkar“ skrifuðu Quincy Brown, Justin, Christian (King), Chance og tvíburarnir Jessie og D’Lila Combs. „Margir hafa dæmt bæði hann og okkur á grundvelli ásakana, samsæriskenninga og rangra frásagna sem hafa þróast út í algjöran farsa á samfélagsmiðlum. Við stöndum sameinuð og styðjum þig hvert skref á leiðinni. Við höldum fast í sannleikann, fullviss um að hann mun sigra og ekkert mun brjóta niður styrk fjölskyldu okkar.“

Fjölskyldan endaði yfirlýsinguna með því að skrifa undir: „Við söknum þín og elskum þig pabbi.“

Yfirlýsingunni fylgdi mynd af Diddy ásamt sjö börnum sínum, sem tekin var fyrir ári í eins árs afmælisveislu yngstu dóttur hans Love Sean. Mamma Diddy, Janice Combs, og móðir Love, Dana Tran, eru einnig á myndinni.

Sjö börn með fjórum konum

Diddy á sjö börn með fjórum konum. Hann á soninn Justin 30 ára með fatahönnuðinum Misa Hylton. Diddy var i sambandi við leikkonuna og fyrirsætuna Kimberly Porter árin 1994 til 2007. Hún lést árið 2018. Saman eiga þau soninn Christian 26 ára og tvíburadæturnar D’Lila og Jessie, 17 ára. Diddy ættleiddi einnig son Porters úr fyrra sambandi, Quincy Brown, þegar hann var þriggja ára. Quincy er nú orðinn 33 ára.

Fimm mánuðum áður en tvíburadætur hans fæddust eignaðist Diddy dótturina Change, sem nú er 18 ára, með Sarah Chapman. Í desember 2022 kom Diddy aðdáendum sínum á óvart þegar hann greindi frá því að Tran hefði eignast dóttur þeirra, Love Sean, tveimur mánuðum áður.

Öll fullviss um sakleysi Diddy

Í september þegar Diddy var handtekinn ákærður fyrir kynlífssmygl og fjárkúgun, deildu Quincy, Christian og tvíburarnir annarri sameiginlegri yfirlýsingu þar sem þau ræddu sögusagnir um föður þeirra og látna móður þeirra. Fullorðin börn Diddy sýndu honum einnig stuðning sinn í réttarsal í New York 10. október, þar sem dómari ákvað réttarhöld yfir rapparanum 5. maí 2025.

Móðir Diddy og börn hans yfirgefa réttarsal í október

Móðir Diddy hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sonar síns og varið hann í langri yfirlýsingu sem hún deildi með vefmiðlinum Page Six fyrr í þessum mánuði.

„Það er hörmulegt að sjá son minn dæmdan ekki fyrir sannleikann, heldur fyrir frásögn sem er búin til úr lygum. Að bera vitni að því sem virðist líkjast opinberri húðstrýkingu  á syni mínum áður en hann hefur fengið tækifæri til að sanna sakleysi sitt er sársauki sem er of mikill til að koma í orð. Eins og hver einasta manneskja á sonur minn skilið að eiga sinn dag fyrir rétti, að loksins deila sinni hlið og sanna sakleysi sitt.“

Móðir Diddy viðurkenndi að Diddy hafi „gert mistök í fortíð sinni“ og hafi ekki verið „alveg sannur um ákveðna hluti,“ en það þýddi ekki að hann sé „sekur um fráhrindandi ásakanir og alvarlegar ásakanir“ sem bornar eru á hann.

„Það er sannarlega sárt að horfa á heiminn snúast gegn syni mínum svo fljótt og auðveldlega vegna lyga og ranghugmynda, án þess að heyra hlið hans eða gefa honum tækifæri til að kynna sína hlið.“ 

Heldur hún því fram að þeir 120 einstaklingar sem hafa sakað Diddy um misnotkun hafi aðeins áhuga á að fá „skjótri útborgun“ vegna rangra ásakana sinna.

„Sonur minn er ekki skrímslið sem þeir hafa málað hann til að vera og hann á skilið tækifæri til að segja sína hlið. Ég get aðeins beðið þess að ég sé á lífi til að sjá hann segja sannleikann og fá réttlætingu.“

Handtekinn miðjan september og neitar sök

Diddy hefur setið á bak við lás og slá allt frá því að hann var handtekinn 16. september á Manhattan vegna ákæru um samsæri, kynlífssmygl með valdi, svikum eða þvingunum, og ferðalög til að stunda vændi. Hann hefur neitað sök í öllum þremur ákærunum.

Síðan Diddy var handtekinn hefur hann sætt nokkrum málaferlum gegn honum frá meintum fórnarlömbum. Nú síðast sakaði 13 ára stúlka hann og tvo aðra fræga einstaklinga um að hafa dópað og nauðgað sér í eftirpartýi MTV Video Music Awards árið 2000. Diddy hefur neitað sök og lögfræðingar hans hafa kallað málsóknirnar „rangar til beinlínis fáránlegar“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina