fbpx
Föstudagur 25.október 2024
Fókus

Ívar var fastur í hreinasta helvíti – „Þetta var mikil þjáning“

Fókus
Þriðjudaginn 22. október 2024 11:29

Ívar Örn Katrínarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Ívar Örn Katrínarson var á kafi í neyslu í mörg ár og sá enga leið út.

„Þegar þú ert inni í myrkrinu sérðu ekki neitt. Þú sérð ekki leiðina út og sérð ekki ljósið. En það er alveg sama hversu svart það er, það er alltaf von, eins lengi og þú lifir,“ sagði hann í Síðdegisútvarpinu í gær. RÚV greinir frá.

„Nálægt því að drepa mig“

Ívar byrjaði að neyta fíkniefna ellefu ára gamall. Með árunum þróaðist fíknin og varð harðari. Hann var handrukkari og bæði seldi og flutti inn fíkniefni.

„Ég var alltaf alveg að fara að meika það sem dópsali og hélt svo fast í það að ég komst mjög nálægt því að drepa mig,“ sagði hann.

Hann sagði að þessi tími hafi verið „hreinasta helvíti“ og að hann hafi margoft reynt að hætta.

„Þetta var mikil þjáning og mjög erfitt. Erfiður tími mjög lengi.“

Ívar skrifaði sjálfsævisögu.

Fann Guð

Ívari tókst að verða edrú. Hann sagði það hafa bjargað sér að finna Guð. „Ég fékk frið og ég fékk eitthvað sem ég hélt að væri ekki í boði fyrir mig. Ég fékk líf eftir dauðann,“ sagði hann og bætti við að hann hafi fundið einhvern yfirnáttúrulegan frið eftir að hafa talað við Jesú.

„Síðan ég byrjaði að ganga með Jesú hef ég ekki fengið fíkn. Ekki einu sinni. Ég hef ekki einu sinni litið til baka.“

Hægt er að hlusta á allt viðtalið á vef RÚV.

Varð vitni að 9/11

Ívar var gestur í Sterk saman í sumar. Hann sagði frá því hvernig hann var vitni að árásinni 11. september í Bandaríkjunum og hvaða djúpstæðu áhrif það hafði á hann.

Stjúpbróðir hans var leikstjóri í New York og var sjálfur ungur maður sem ekki var í stöðu til að halda utan um ungling í neyslu.

„Neyslan breyttist og þróaðist úti, þar fór ég að stunda klúbbana og nota kókaín. Bróðir minn gaf mér fyrstu græjuna mína til að búa til raftónlist svo það er það jákvæða sem kom út úr þessari dvöl.“

Ýmislegt annað gerðist á meðan dvöl hans stóð í New York svo hann kom heim með mikla áfallasögu og fann sig illa, það kallaði á að deyfa sig enn meira og sökkva dýpra í heim neyslunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hannes Hólmsteinn í hópi með skapara Hringadróttinssögu, ráðherra Biden, og versta óvini járnfrúarinnar

Hannes Hólmsteinn í hópi með skapara Hringadróttinssögu, ráðherra Biden, og versta óvini járnfrúarinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einn ferðafélaga Sunnu Kristínar er lífsógnandi sjúkdómur – „Sem ég veit aldrei hvenær skýtur aftur upp kollinum“

Einn ferðafélaga Sunnu Kristínar er lífsógnandi sjúkdómur – „Sem ég veit aldrei hvenær skýtur aftur upp kollinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ísdrottningin gefur út lífsstílsleiðarvísi – „Dýrmætt verkfæri fyrir allar stelpur og konur“

Ísdrottningin gefur út lífsstílsleiðarvísi – „Dýrmætt verkfæri fyrir allar stelpur og konur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Börn Diddy standa með honum í flóðbylgju ásakana á hendur honum – „Síðasti mánuður hefur tortímt fjölskyldu okkar“

Börn Diddy standa með honum í flóðbylgju ásakana á hendur honum – „Síðasti mánuður hefur tortímt fjölskyldu okkar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy var kominn með buxurnar á hælana þegar ónefnd íþróttastjarna stöðvaði hann

Diddy var kominn með buxurnar á hælana þegar ónefnd íþróttastjarna stöðvaði hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Spurði alla karlmenn að því sama áður en hún stundaði kynlíf með þeim

Spurði alla karlmenn að því sama áður en hún stundaði kynlíf með þeim