fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025
Fókus

Diddy var kominn með buxurnar á hælana þegar ónefnd íþróttastjarna stöðvaði hann

Fókus
Þriðjudaginn 22. október 2024 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afreksmaður í íþróttum er sagður hafa stöðvað „blindfullan“ Sean „Diddy“ Combs þegar hann hugðist beita karlmann kynferðislegu ofbeldi í gleðskap á heimili Diddy árið 2022.

Þetta kemur fram í nýrri kæru sem lögð hefur verið fram gegn tónlistarmanninum.

Atvikið er sagt hafa átt sér stað í gleðskap árið 2022 sem haldinn var til að fagna útgáfu á nýjum vodka-drykk frá fyrirtækinu Ciroc.

Fórnarlambið, sem kallast bara John Doe í kærunni, er viðskiptajöfur í Los Angeles sem leigir meðal annars lúxusbíla til viðskiptavina sinna.

Hann segir að Diddy hafi boðið honum inn á einkaskrifstofu sína í gleðskapnum þar sem vafasamir hlutir fóru fram. Segir hann að Diddy hafi klætt sig úr buxunum og berað kynfæri sín áður en hann greip í kynfæri hans utan klæða og „kreisti þau á grófan og kynferðislegan hátt“ eins og það er orðað.

Í stefnunni kemur fram að atvinnumaður í íþróttum, sem ekki er nefndur á nafn, hafi komið að þeim á skrifstofunni og stöðvað það sem þar fór fram. Viðskiptajöfurinn er sagður hafa drifið sig út af skrifstofunni og yfirgefið gleðskapinn í flýti.

Maðurinn sagði að Diddy hefði verið viðskiptavinur hans um árabil og hann fallist á að mæta í gleðskapinn eftir að hann fékk fregnir af því að fleiri stórstjörnur yrðu á svæðinu.

Margar ásakanir hafa komið fram á hendur Diddy að undanförnu en í gær var greint frá því að hann væri sakaður um að brjóta kynferðislega á 13 ára stúlku í gleðskap eftir MTV-verðlaunahátíðina árið 2000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Kvörtunum rigndi inn vegna Sabrinu Carpenter – „Sem faðir tveggja stúlkna, 11 og 13 ára, er ég fjúkandi reiður“

Kvörtunum rigndi inn vegna Sabrinu Carpenter – „Sem faðir tveggja stúlkna, 11 og 13 ára, er ég fjúkandi reiður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginmaður Dolly Parton sást síðast á almannafæri fimm árum áður en hann dó

Eiginmaður Dolly Parton sást síðast á almannafæri fimm árum áður en hann dó
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn gagnrýnir „kósífemínista“ –„Á lymskulegan hátt verri en helstu varðhundar feðraveldisins“

Þorsteinn gagnrýnir „kósífemínista“ –„Á lymskulegan hátt verri en helstu varðhundar feðraveldisins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Saga og Sturla sögðu já í Suður-Afríku

Saga og Sturla sögðu já í Suður-Afríku
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lítt þekkt ættartengsl – Borgarfulltrúinn og hjólahvíslarinn

Lítt þekkt ættartengsl – Borgarfulltrúinn og hjólahvíslarinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það síðasta sem Adrien Brody gerði áður en hann tók á móti Óskarnum – Netverjar eru ekki hressir

Það síðasta sem Adrien Brody gerði áður en hann tók á móti Óskarnum – Netverjar eru ekki hressir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Brynjólfur hét Völu Grand ást sinni með fallegum hring

Brynjólfur hét Völu Grand ást sinni með fallegum hring