fbpx
Mánudagur 21.október 2024
Fókus

„Nú er langþráður draumur loks að rætast“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 21. október 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og píanóleikarinn Guðrún Árný Karlsdóttir sendir frá sér plötuna Notaleg Jólastund þann 1. nóvember næstkomandi.

„Nú er langþráður draumur loks að rætast. Fyrir jólatónleikana 2023 langaði mig að fá lítinn kór og strengjakvartett. Komið var að fyrstu æfingu, allt mjög vanir og færir listamenn. Ég var með ákveðnar vonir og væntingar, en hefði aldrei órað fyrir því að útkoman yrði þessi,“ segir hún.

Guðrún Árný hefur fangað hug og hjörtu landsmanna allt frá því að hún sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna árið 1999. Strax í framhaldinu var hún farin að vinna við tónlist á Hótel Íslandi, söng í undankeppni Eurovision, Landslaginu og var ein af Frostrósunum. Síðustu ár hefur Guðrún svo sýnt á sér nýja hlið þar sem hún stýrir „singalong“ eða samsöngspartýum og breytir þar engu hvort um er að ræða starfsmannapartí í miðri viku eða Herjólfsdal um Verslunarmannahelgi.

Guðrún Árný útsetur tónlistina, stjórnar upptökum, syngur, spilar á píanó og framleiðir plötuna.

Margra ára undirbúningur

Guðrún Árný á að baki sóló plötu 2007, hefur sungið inn á fjölda annarra hljóðrita en þessi plata er ástríðu verkefni. „Undanfarin ár hef ég tekið upp jólatónleikana mína í Víðistaðakirkju,“ segir Guðrún Árný.

„En ár eftir ár hef ég vilja gera örlítið betur, bæta við og laga og þannig má segja að þessi plata hafi verið nokkur ár í undirbúningi og vinnslu. Það var svo í janúar og febrúar í ár þegar ég fór að hlusta á upptökurnar frá því um jólin í fyrra að ég hugsaði, já þetta er komið” bætir hún við. Í framhaldi setti hún upptökurnar í hljóðblöndun og aðra eftirvinnslu og afraksturinn lítur dagsins ljós 1. nóvember á streymis veitum og svo verður vínylplata fáanleg frá og með 15. nóvember.“

Sérvalin lög og sálmar

Á plötunni eru þrettán jólalög og sálmar sem Guðrún Árný valdi sérstaklega og hún nálgast verkefnið af mikilli natni og virðingu við tónlistina.

„Þessi lög þýða öll eitthvað fyrir mig. Þetta eru lög sem ég og mjög mörg eru alin upp við. Lög frá Ellý Vilhjálms eru mér sérstaklega hugleikinn, svo er þarna fallegt lag sem bróðir minn samdi um jólhefðir fjölskyldunnar okkar þegar við vorum að alast upp, og lag sem ég samdi um sjálf um þennan dásamlega tíma sem er desember,“ bætir hún við.

Á plötunni tekst Guðrúnu og samstarfsfólki hennar að fanga lifandi flutning á einstakan hátt án þess að upptökurnar líði fyrir það á neinn hátt að vera af lifandi flutningi. Í þeim er dýpt og hreyfing sem ekki er hægt að fanga í hljóðvers upptökur. Salurinn og flytjendurnir njóta sín til fulls með áreynslu lausum og fallegum hætti..

Þakklát fyrir einstakan samhljóm

„Ég er svo hugfangin og meir yfir því hversu einstakur samhljómur fylgdi þessu fallega listafólki,“ segir Guðrún Árný um samstarfsfólkið sitt á plötunni en hún fékk til liðs við sig sex radda kór fyrir verkefnið.

Hann skipa söngkonurnar Sigríður Soffía Hafliðadóttir, Særún Rúnudóttir og Sara Gríms og söngvararnir Hafsteinn Þórólfsson, Örn Ýmir Arason og Gísli Magna sem einnig skrifaði og útsetti raddirnar fyrir kórinn. Strengja kvartettinn sem spilar á plötunni skipa þær Chrissie Telma Guðmundsdóttir og Hekla Finnsdóttir á fiðlur. Þórdís Gerður Jónsdóttir á Selló og Kristín Þóra Haraldsdóttir á Víólu en Kristín sá um að skrifa og útsetja fyrir strengi.

Fylgir plötunni eftir með tónleikaferðalagi um landið

Guðrún Árný fylgir plötunni eftir með tónleikum víða um land í desember og þar af tvennum tónleikum í heimabænum Víðistaðakirkju, Hafnarfirði en þar var platan tekin upp í fyrra. Þá heldur hún einnig tónleika á eftirfarandi stöðum og fær kóra með sér í lið úr heimabyggð á hverjum stað.

1. desember, Stykkishólmskirkju, Stykkishólmi
3. desember, Þykkvabæjarkirkju, Þykkvabæ
4. desember, Víkurkirkja, Vík í Mýrdal
5. desember, Hafnarkirkja, Höfn í Hornafirði
8. desember, Egilsstaðakirkja, Egilsstöðum
9. desember, Húsavíkurkirkja, Húsavík
11. desember, Siglufjarðarkirkja, Siglufirði
12. desember, Glerárkirkja, Akureyri
15. desember, Víðistaðakirkja, Hafnarfirði
18. desember, Ísafjarðarkirkja, Ísafirði

Miðasala á tónleikanna er á Tix.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Al Pacino segir typpameiðsli frá æsku enn ásækja hann

Al Pacino segir typpameiðsli frá æsku enn ásækja hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjömenningarnir sem ætla að sjá okkur fyrir hlátrasköllum á gamlárskvöld

Sjömenningarnir sem ætla að sjá okkur fyrir hlátrasköllum á gamlárskvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja þetta ískyggilega vísbendingu um að Liam Payne hafi vitað að hann myndi kveðja snemma

Segja þetta ískyggilega vísbendingu um að Liam Payne hafi vitað að hann myndi kveðja snemma
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Íslensk skinka“ orðin dönsk poppprinsessa – Segir lífsgæði fjölskyldunnar dala allsvakalega ef hún flytji heim

„Íslensk skinka“ orðin dönsk poppprinsessa – Segir lífsgæði fjölskyldunnar dala allsvakalega ef hún flytji heim
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elísa Gróa var að koma upp úr dimmum dal þegar hún gerði uppgötvun sem kom mörgum á óvart – „Þannig ég hélt áfram“

Elísa Gróa var að koma upp úr dimmum dal þegar hún gerði uppgötvun sem kom mörgum á óvart – „Þannig ég hélt áfram“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Síðustu skilaboð Liam Payne: Birti myndbandið nokkrum klukkutímum áður en hann dó

Síðustu skilaboð Liam Payne: Birti myndbandið nokkrum klukkutímum áður en hann dó