fbpx
Mánudagur 21.október 2024
Fókus

Kolbrún segir landsþekktan karlmann hafa brotið á dóttur hennar – „Ég var dofin í tvo daga eftir að hún sagði mér frá því. Þetta er bara hræðilegt“

Fókus
Mánudaginn 21. október 2024 08:28

Kolbrún Hagalín Magnúsdóttir. Mynd/Sterk saman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Hagalín Magnúsdóttir er 62 ára tvígift þriggja barna móðir og amma sem á stóra og áhugaverða sögu. Hún er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman.

Kolbrún ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt tveimur systrum sínum. Hún var mikil pabbastelpa og voru þau feðgin náin framan af eða þar til hún varð unglingur.

Móðir hennar var aftur á móti köld og upplifði Kolbrún mikið óöryggi gagnvart henni, jafnvel hræðslu.

„Pabbi prjónaði föt á okkur, bakaði og föndraði með okkur en allt breyttist þegar ég fór að mála mig. Ef ég setti á mig maskara og línu í kringum augum kallaði hann mig mellu.“

„Seinna meir þegar ég bætti á mig sagði hann mér reglulega að enginn maður myndi vilja mig svona, með spikið hangandi úti um allt.“

Andlega ofbeldið situr meira eftir

Kolbrún var ung byrjuð í sambandi með manni sem beitti hana ofbeldi. Þau byrjuðu saman aðeins fjórtán ára gömul og var hún í því sambandi til 39 ára aldurs.

„Hann er narsissti sem beitti mig miklu andlegu ofbeldi og líka líkamlegu. Andlega ofbeldið situr miklu fastar í mér heldur en hitt samt.“

24 ára eignaðist hún sitt fyrsta barn, næsta fjórum árum seinna og þriðja fjórum árum eftir það.

„Ég var orðin einangruð er með jaðarpersónuleikaröskun og um og eftir skilnaðinn fór ég að flýja í áfengi og misnota það. Mig vantaði ást, umhyggju og viðurkenningu. Leitaði að ást á vitlausum stöðum og var misnotuð og nauðgað.“

Dóttir Kolbrúnar beitt ofbeldi

Kolbrún fór í nokkrar meðferðir við fíkn sinni og kláraði einnig meðferð á Kleppi.

Dóttir Kolbrúnar hefur komið fram og sagt frá því þegar hún var misnotuð af Róberti Downey og segir Kolbrún það hafa tekið mikið á. „Ég var dofin í tvo daga eftir að hún sagði mér frá því. Þetta er bara hræðilegt.“

„Ég var orðin svo veik manneskja að ég skil vel að börnin mín hafi þurft að fjarlægja sig frá mér, ég virði þá ákvörðun þeirra en minn draumur er að fá fjölskylduna mína aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Al Pacino segir typpameiðsli frá æsku enn ásækja hann

Al Pacino segir typpameiðsli frá æsku enn ásækja hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjömenningarnir sem ætla að sjá okkur fyrir hlátrasköllum á gamlárskvöld

Sjömenningarnir sem ætla að sjá okkur fyrir hlátrasköllum á gamlárskvöld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fylgdarkona segir sífellt fleiri eiginkonur leita til hennar

Fylgdarkona segir sífellt fleiri eiginkonur leita til hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elísa Gróa var að koma upp úr dimmum dal þegar hún gerði uppgötvun sem kom mörgum á óvart – „Þannig ég hélt áfram“

Elísa Gróa var að koma upp úr dimmum dal þegar hún gerði uppgötvun sem kom mörgum á óvart – „Þannig ég hélt áfram“