fbpx
Mánudagur 21.október 2024
Fókus

Kjóllinn sem hefur skipt netverjum í fylkingar – Er þetta óviðeigandi fyrir vinnuna?

Fókus
Mánudaginn 21. október 2024 12:37

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk kona hefur skipt netverjum í fylkingar. Hún leitaði til þeirra og spurði ráða, hvort kjóllinn hennar væri viðeigandi eða óviðeigandi fyrir vinnuna.

Konan, sem greindi ekki frá nafni sínu, birti myndband af sér á TikTok og sagðist hafa fengið kvörtun frá mannauðsdeildinni um að vinnufatnaður hennar hafi verið óviðeigandi.

One of her co-workers said the dress was fine. Picture: TikTok/ ultimatebykomi

„Mér finnst þetta ekki svo slæmt,“ sagði konan í myndbandinu og færði sig aftar svo áhorfendur gætu séð kjólinn, sem var svartur, stuttur og þröngur.

@ultimatebykomi „You’re begging for attention“ 🫣 #office #officelife #hr #dresscode #outfit ♬ original sound – ULTIMATE

Í myndbandinu má einnig sjá fötin sem hún klæddist til að fara á fund með fulltrúa mannauðsdeildar, þeirri sem sendi kvörtunina.

Fulltrúinn sagði að klæðnaður hennar á fundinum væri meira að segja óviðeigandi.

Hún var í stuttum, síðerma kjól með V-hálsmáli.

Konan tók upp myndband á fundinum. „Það er ekki mér að kenna að þetta sé að trufla aðra,“ sagði hún.

She said she was basically wearing a blazer. Picture: TikTok/ ultimatebykomi

Skiptast í fylkingar

Eins og fyrr segir skiptast netverjar í fylkingar varðandi hvort fötin hennar séu viðeigandi eða ekki fyrir vinnustað.

Mörgum þótti það alls ekki. „Þetta er djammkjóll,“ sagði einn.

„Ég var svo tilbúin að vera með þér í liði en svo sá ég allan kjólinn,“ sagði annar.

„Fulltrúinn frá mannauðsdeildinni hefur rétt fyrir sér,“ sagði einn.

„Kjóllinn er bæði of stuttur og þröngur fyrir vinnustaðinn.“

Aðrir komu henni til varnar og tóku undir með konunni, að það væri ekki hennar vandamál að öðrum þætti klæðnaður hennar truflandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Al Pacino segir typpameiðsli frá æsku enn ásækja hann

Al Pacino segir typpameiðsli frá æsku enn ásækja hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjömenningarnir sem ætla að sjá okkur fyrir hlátrasköllum á gamlárskvöld

Sjömenningarnir sem ætla að sjá okkur fyrir hlátrasköllum á gamlárskvöld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fylgdarkona segir sífellt fleiri eiginkonur leita til hennar

Fylgdarkona segir sífellt fleiri eiginkonur leita til hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elísa Gróa var að koma upp úr dimmum dal þegar hún gerði uppgötvun sem kom mörgum á óvart – „Þannig ég hélt áfram“

Elísa Gróa var að koma upp úr dimmum dal þegar hún gerði uppgötvun sem kom mörgum á óvart – „Þannig ég hélt áfram“