fbpx
Mánudagur 21.október 2024
Fókus

Hélt að eiginmaður hennar til 23 ára væri sáttur í rúminu – „En miðað við það sem ég fann…“

Fókus
Sunnudaginn 20. október 2024 20:29

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona hélt að hjónaband hennar og eiginmanns hennar væri gott. Hún komst að öðru þegar hún fann heimagerða klámið hans þar sem hann var aðalstjarnan.

Konan leitar ráða til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Sally Land.

„Ég fékk svo mikið áfall þegar ég fann myndirnar að ég missti hárið, bókstaflega,“ segir konan.

„Við höfum verið gift í 23 ár og ég hélt að hann væri ánægður með kynlífið okkar, en miðað við það sem ég finn í leynimöppu í tölvunni hans þá þarf hann miklu meiri áhættu.“

Konan útskýrir nánar.

„Þegar Covid-faraldurinn gekk yfir virtist hann eiga erfitt með að vera heima með mér allan sólarhringinn. Við rifumst mikið og fjarlægðumst hvort annað. Hann byrjaði síðan að sofa í auka herberginu.

Ég reyndi að tala við hann en hann hunsaði mig. Ástandið versnaði og ég vissi ekki hvað ég ætti að gera.

Hann byrjaði síðan að mæta aftur í vinnuna og sambandið skánaði. Hann á þrjár rakarastofur en ég vinn ekki.

Ég tók eftir því að allt í einu voru háar upphæðir að hverfa af bankareikningnum okkar, en hann sagði alltaf vinnutengt, eins og að borga verktaka eða kaupa nýja kaffivél.“

Veröldin snerist fljótlega á hvolf eftir að eiginmaðurinn keypti sér nýjan iPad og gaf sautján ára dóttur þeirra þann gamla.

„Ég sá um að eyða öllu því gamla af spjaldtölvunni og opnaði nokkrar faldar möppur og fékk áfall þegar ég sá hvað leyndist þarna.

Það voru fullt af myndböndum af honum og konum stunda kynlífs. Flestar litu út fyrir að vera nýskriðnar yfir tvítugt. Aðeins nokkrum árum eldri en dóttir okkar.

Þetta voru vændiskonur og þá fattaði ég, peningurinn sem var reglulega að hverfa af reikningnum okkar var að fara til þeirra.“

Þessi uppgötvun hafði mikil áhrif á konuna. „Ég hef verið veik og er byrjuð að missa hárið en hann hefur ekki tekið eftir neinu. Ég sef varla og hef misst næstum þrettán kíló síðastliðna sex mánuði.“

Ráðgjafinn svarar:

„Hárlos tengist oft stressi þannig það er engin tilviljun að þú sért að upplifa það á meðan þú ert að ganga í gegnum þetta áfall.

Þú verður að tala við eiginmann þinn og segja honum hvernig þér líður og frá því sem þú fannst. Þú varst ekki að njósna heldur var þetta bara þarna.

Spurðu af hverju hann er að leita annað og af hverju hann sé enn með þér ef hann er svona óhamingjusamur.

Ef þið viljið láta reyna á hjónabandið þá þurfið þið að byrja á því að leita faglegrar aðstoðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Al Pacino segir typpameiðsli frá æsku enn ásækja hann

Al Pacino segir typpameiðsli frá æsku enn ásækja hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjömenningarnir sem ætla að sjá okkur fyrir hlátrasköllum á gamlárskvöld

Sjömenningarnir sem ætla að sjá okkur fyrir hlátrasköllum á gamlárskvöld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fylgdarkona segir sífellt fleiri eiginkonur leita til hennar

Fylgdarkona segir sífellt fleiri eiginkonur leita til hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elísa Gróa var að koma upp úr dimmum dal þegar hún gerði uppgötvun sem kom mörgum á óvart – „Þannig ég hélt áfram“

Elísa Gróa var að koma upp úr dimmum dal þegar hún gerði uppgötvun sem kom mörgum á óvart – „Þannig ég hélt áfram“