fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Fókus

Lítt þekkt ættartengsl: Systurnar gera það gott úti í heimi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 19. október 2024 11:30

Systurnar Brynhildur og Natalía Gunnlaugsdætur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn þekktasti og vinsælasti áhrifavaldur landsins er Brynhildur Gunnlaugsdóttir sem sló í gegn á Tiktok fyrir nokkrum árum og hefur ekki litið til baka síðan. Hún er með rúmlega 120 þúsund fylgjendur á Instagram og 1,6 milljónir fylgjenda á TikTok en stór hluti fylgjenda hennar er af erlendu bergi brotinn.

Færri vita að systir Brynhildar, Natalía Gunnlaugsdóttir, er ekki síður að gera það gott úti í hinum stóra heimi. Hún flutti til Dúbaí fyrir ári síðan og starfar þar sem einkaþjálfari og þjálfari. Þar kennir hún hóptíma, eins og jóga og pílates.

Hún er sjálf í hörkuformi og keppir reglulega í ýmsum greinum. Hún er einnig leikkona og listakona og heldur úti sér Instagram-aðgangi fyrir listina.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

Brynhildur stofnaði íþróttavörumerkið Áróra fyrir rúmlega ári síðan og heldur úti hlaðvarpinu Gellukast ásamt Söru Jasmín Sigurðardóttur.

Það er óhætt að segja að um sé að ræða ansi öflugar systur sem hafa náð framúrskarandi árangi á sínum sviðum. Það verður gaman að fylgjast með þeim.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by BRYNNY (@brynhildurgunnlaugs)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Öllum er sama nema þú sért sætur eða að deyja, sem betur fer er ég bæði“

Vikan á Instagram – „Öllum er sama nema þú sért sætur eða að deyja, sem betur fer er ég bæði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nonni missti son sinn og ber starfsmann þungum sökum: „Drengurinn fékk fyrstu benzo lyfin á Stuðlum, hjá starfsmanni“

Nonni missti son sinn og ber starfsmann þungum sökum: „Drengurinn fékk fyrstu benzo lyfin á Stuðlum, hjá starfsmanni“