fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Kynntist unnustanum á B5 – „Hann spurði hvað ég héti og sprakk úr hlátri þegar hann heyrði svarið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 19. október 2024 10:29

Elísa og Elís. Mynd/Instagram @elisagroa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fegurðardrottningin, flugfreyjan og framkvæmdarstjórinn Elísa Gróa Steinþórsdóttir kynntist unnusta sínum árið 2017. Á þeim tíma ætlaði hún sér alls ekki í samband en amor skaut örvum sínum á dansgólfinu á skemmtistaðnum B5. Nöfn þeirra vekja alltaf mikla kátínu hjá þeim sem heyra þau í fyrsta skipti, en hann hló upphátt þegar hann heyrði þetta fyrst.

Horfðu á brot úr þættinum hér að neðan eða hlustaðu á hann í heild sinni á Spotify.

video
play-sharp-fill

Elísa kynntist unnusta sínum árið 2017. „Ég var að koma úr hræðilegu sambandi árinu áður. Ég held það séu margir sem að tengja við að, þegar maður er að koma úr sambandsslitum, að maður ætli bara svona að finna sig,“ segir hún.

Það var planið, að vera ein og læra meira um sjálfa sig. „Á meðan ég var að finna sjálfa mig þá fann ég hann á B5. Það var ekki merkilegra en það,“ segir hún og hlær.

Elísa og Elís. Mynd/Instagram @elisagroa

Nánast sama nafnið

Unnustinn kom upp að henni á dansgólfinu á B5 til að spyrja hvað hún héti. Hann sprakk úr hlátri þegar hún sagði: „Elísa,“ en hann heitir sjálfur Elís og nöfnin keimlík.

„Svo var ég eiginlega í smá afneitun, ég ætlaði ekkert í samband. Ég ætla að gera allt fyrir sjálfa mig og ekki þú koma hérna og eyðileggja það. En hann var svo æðislegur að ég hélt áfram að hitta hann, en ég var einmitt svo neikvæð eða svartsýn á þetta,“ segir hún.

Elísa segir að það hafi ekki bætt úr skák hvað nöfn þeirra væru lík. „Elísa og Elís? Hljómar eins og einhver Disney skáldsaga eða eitthvað. Ég var líka svolítið föst í að þetta væri of gott til að vera satt. Kannski var ég svo slæmu vön en ég hugsaði: „Það er enginn svona almennilegur.“ En sjö árum seinna og hann er ennþá frekar almennilegur,“ segir hún brosandi.

Falleg trúlofun

Elís fór á skeljarnar jólin 2021. Elísa segir alla trúlofunarsöguna í spilaranum hér að ofan, en litlu munaði að hún ætlaði að vera í náttfötum þessi jólin. Sjáðu myndband frá kvöldinu hér að neðan.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

Parið eignaðist sitt fyrsta barn í apríl síðastliðnum. Aðspurð hvernig móðurhlutverkið hefur breytt henni segir Elísa:

„Eins og flestar nýjar mæður myndu segja, þetta er bara allt lífið manns og maður gerir sér ekki grein fyrir því hvað þetta er mikilvægt fyrir manni fyrr en þetta gerist. Ég er svo mikið með fyrsta barn, hann er allur alheimurinn minn, það bara skiptir ekkert annað máli.“

Þetta er unnið upp úr nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér, einnig er hægt að hlusta á Spotify.

Fylgdu Elísu Gróu á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Hide picture