fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Fær greitt frá konum sem vilja kanna hvort eiginmenn þeirra séu ótrúir – Segir að yfir 80% karla falli á prófinu hennar

Fókus
Laugardaginn 19. október 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfið sem Madeline Smith sinnir dags daglega er ekki beint venjulegt starf en hún fær greitt frá konum sem vilja kanna hvort eiginmenn þeirra eða markar séu þeim ótrúir. Og af marka má pistil sem Smith skrifaði fyrir vef Daily Mail í vikunni er nóg að gera hjá henni og full ástæða fyrir konur að hafa áhyggjur af sínum mönnum.

„Þetta byrjar allt með daðurslegum skilaboðum. Mér er alveg sama hver hann er eða hvernig hann lítur út – allt sem skiptir máli er að hann er ekki á lausu. „Vá! Þú lítur út eins og einhver sem ég væri til í að hittast í drykk“. Svarið kemur innan fárra mínútna. „Gerum það. Ertu í nágrenninu?“

Svona hefst pistill Madeline, en í dæminu segir hún frá manni sem hún var í samskiptum við. Unnusta mannsins var komin þrjá mánuði á leið og þau hugðust ganga í hjónaband, en unnustuna grunaði að hann ætti það til að vera lausgirtur.

„Eftir að aðeins nokkur skilaboð höfðu gengið á milli hafði þessi myndarlegi maður – sem ég veit að er trúlofaður annarri konu – byrjaður að óska eftir nektarmyndum af mér. Karlmenn eru svo fyrirsjáanlegir,“ segir hún.

Madeline segist sofa ágætlega á næturnar enda vinni hún starf sitt í þágu skjólstæðinga sinna. „Ég vinn við að kanna hvort og hversu trúir menn eru mökum sínum og hvort þeir myndu halda fram hjá ef þeir fengju tækifæri til þess. Vanalega eru þessar konur nokkuð vissar í sinni sök en vilja fá sönnun.“

Madeline segist rukka að lágmarki 50 pund, hátt í tíu þúsund krónur, fyrir að senda mönnum skilaboð í gegnum samfélagsmiðla eins og Facebook eða Instagram.

„Suma daga hjálpa ég einum skjólstæðingi en aðra hjálpa ég tíu. Ég fæ haug af skilaboðum á hverjum degi frá konum sem yfirleitt eru á aldrinum 24 til 55 ára. Og ég tek bara að mér verkefni ef ég raunverulega tel að ég geti hjálpað viðkomandi. Að styðja konur, svo þær geti fundið betri og siðferðislega betur þenkjandi maka, er minn innblástur.“

Konan segir að í dæminu hér að framan hafi maðurinn verið með heilan helling af myndum af sér á samfélagsmiðlum þar sem hann var ber að ofan, annað hvort á ströndinni eða í ræktinni. Á sama tíma var hann ekki með eina einustu mynd af unnustu sinni. Það segir hún að sé ákveðið hættumerki.

„Það er niðurdrepandi að hugsa til þess hversu margir karlar láta freistast. Á þeim þremur árum sem ég hef sinnt þessu hefur lengsta verkefnið mitt tekið tvær vikur, en venjulega næ ég þeim á einum klukkutíma. Því miður þá er það svo að 80% karla sem ég tala við falla á prófinu mínu,“ segir hún.

Í pistli sínum bendir hún á nokkur atriði sem gætu bent til þess að maki þinn sé að halda fram hjá. Hér eru nokkur þeirra atriða sem hún bendir á:

Hann felur símann

„Ef þið eruð úti að borða eða horfa á sjónvarpið heima í sófa, skilur hann símann sinn eftir á bakinu eða maganum? Kemur eitthvað á skjáinn sem hann vill kannski ekki að þú sjáir? Mér finnst það algjört kjaftæði þegar fólk í samböndum segir að símarnir séu einkamál.“

Þú ert ekki á myndunum hans

„Varðandi óléttu unnustuna sem ég fjallaði um hér að framan var það augljóst hættumerki þegar það voru engar myndir af henni á Instagram-síðunni hans. Jafnvel þó hann segist aldrei birta neinar myndir á samfélagsmiðlum ætti að minnsta kosti að vera mynd af ykkur saman á prófílmyndinni hans.“

Hann er duglegur að nota Snapchat

„Fyrir mann sem er kominn af menntaskólaaldri er í raun engin góð ástæða fyrir hann að vera með Snapchat á símanum sínum. Snapchat – sem hefur þann eiginleika að skilaboð eyðast þegar búið er að horfa á þau – er app fyrir þá sem halda fram hjá.“

Gefur ekki upp staðsetningu sína

„Í dag er ekkert nema eðlilegt að makar séu með öpp í símunum sem sýna hvar þau nákvæmlega eru hverju sinni. Eitt af þeim rauðu flöggum sem ég hef kynnst er að makar slökkvi á þessum búnaði þegar þeir eru að gera eitthvað sem þeir ættu ekki að vera að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni