fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Ein af þeim síðustu sem sá Liam Payne lifandi deilir því sem hann sagði rétt áður en hann lést

Fókus
Föstudaginn 18. október 2024 09:53

Myndir/Getty Images/DailyMail

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var í strákasveit… Þess vegna er ég svona ruglaður,“ á breski tónlistarmaðurinn Liam Payne að hafa sagt innan við klukkutíma áður en hann dó.

Payne lést í Buenos Aires í Argentínu á miðvikudaginn, aðeins 31 árs að aldri. Hann féll niður af þriðju hæð hótels í borginni.

Daily Mail ræddi við unga konu, Rebeccu, sem var gestur á sama hóteli og er sögð vera ein af síðustu manneskjunum til að sjá söngvarann lifandi.

Rebecca sagði að Payne hafi hagað sér „óþægilega og skringilega“ þegar hann kastaði fartölvu sinni í gólfið. Hún hélt því einnig fram að söngvarinn hafi gripið í unga konu og þóst kyrkja hana í lyftu hótelsins og að með honum hafi verið lítill hópur fólks, tvær konur og breskur karlmaður.

Rebecca tók myndir af Payne í lobbýi hótelsins stuttu áður en hann dó. Hún sagðist hafa rætt við hann hálftíma og á þeim tíma hafi hann látið eftirfarandi orð falla: „Ég var í strákasveit… Þess vegna er ég svona ruglaður.“

Hún tók myndirnar klukkan 16:26 á staðartíma. 36 mínútum seinna lét starfsfólk hótelsins vita að Payne hafi hrapað niður af svölunum. Sjúkrabíll kom á vettvang klukkan 17:11 og Payne úrskurðaður látinn.

Daily Mail birti myndirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2