Payne lést í Buenos Aires í Argentínu á miðvikudaginn, aðeins 31 árs að aldri. Hann féll niður af þriðju hæð hótels í borginni.
Daily Mail ræddi við unga konu, Rebeccu, sem var gestur á sama hóteli og er sögð vera ein af síðustu manneskjunum til að sjá söngvarann lifandi.
Rebecca sagði að Payne hafi hagað sér „óþægilega og skringilega“ þegar hann kastaði fartölvu sinni í gólfið. Hún hélt því einnig fram að söngvarinn hafi gripið í unga konu og þóst kyrkja hana í lyftu hótelsins og að með honum hafi verið lítill hópur fólks, tvær konur og breskur karlmaður.
Rebecca tók myndir af Payne í lobbýi hótelsins stuttu áður en hann dó. Hún sagðist hafa rætt við hann hálftíma og á þeim tíma hafi hann látið eftirfarandi orð falla: „Ég var í strákasveit… Þess vegna er ég svona ruglaður.“
Hún tók myndirnar klukkan 16:26 á staðartíma. 36 mínútum seinna lét starfsfólk hótelsins vita að Payne hafi hrapað niður af svölunum. Sjúkrabíll kom á vettvang klukkan 17:11 og Payne úrskurðaður látinn.
Daily Mail birti myndirnar.
Liam Payne told me ‘I used to be in a boy band…that’s why I’m so f****d up’ minutes before he died. One of the last people to see One Direction star alive tells her astonishing story https://t.co/BxQ1MmZV3y pic.twitter.com/eBdMkSHt9X
— Daily Mail Online (@MailOnline) October 18, 2024