fbpx
Föstudagur 18.október 2024
Fókus

Hjartasár kærustu Liam Payne – „Engillinn minn“

Fókus
Föstudaginn 18. október 2024 20:30

Liam Payne og Kate Cassidy. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá lést breski söngvarinn Liam Payne, sem þekktastur er fyrir að hafa verið meðlimur í sönghópnum One Direction, eftir fall af svölum á þriðju hæð hótels í Buenos Aries í Argentínu, síðastliðinn fimmtudag. Kærasta Payne, hin bandaríska Kate Cassidy, hefur nú tjáð sig opinberlega í fyrsta sinn um fráfall hans. Hún segist eiga bágt með að skilja hvað hafi gerst. Hún hafi elskað Liam skilyrðislaust og muni elska hann að eilífu.

Mirror fjallar um málið.

Payne var aðeins 31 árs þegar hann lést.

Nokkrum dögum fyrir andlát hans hafði Cassidy verið með honum í Argentínu en hún hélt síðan til heimabæjar síns í Flórída í Bandaríkjunum en Payne varð eftir í Argentínu.

Áður en Payne féll niður af svölunum hafði lögregla verið kölluð á hótelið þar sem hann hafði sýnt af sér árásargjarna hegðun og þótti hann sýna merki um að vera undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Í færslu á Instagram-síðu sinni segir Cassidy að hún eigi afar erfitt með að meðtaka að kærastinn hennar sé fallinn frá. Hún þakkar fyrir allar samúðarkveðjur sem henni hafa borist en óskar eftir næði til að syrgja. Ljóst er af lokaorðum færslunnar að Cassidy hefur elskað hinn látna kærasta sinn afar heitt:

„Liam, engillinn minn. Þú ert mér allt. Ég vil að þú vitir að ég elskaði þig skilyrðislaust og fullkomlega. Ég mun halda áfram að elska þig það sem eftir er ævinnar. Ég elska þig, Liam.“

Hafi tekið eigið líf

Liam Payne var þegar orðinn heimsþekktur þegar hann og Cassidy kynntust árið 2022 á bar þar sem hún starfaði. Hann átti eitt barn úr fyrra sambandi.

Lögregla í Argentínu hefur gefið það út að Payne hafi stokkið fram af svölunum og áverkar hans eru sagðar í samræmi við það.

Enn á eftir að komast að niðurstöðu um hvort áfengi eða fíkniefni hafi verið í blóði hans þegar hann stökk. Óþekkt hvítt duft, vískíflaska og lyf fundust á hótelherbergi Payne.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Það sem hann hefði viljað segja við móður sína sem hann myrti fyrir 35 árum

Það sem hann hefði viljað segja við móður sína sem hann myrti fyrir 35 árum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom reiður til baka í skólann eftir margra ára einelti – „Ég beitti ofbeldi margoft“

Kom reiður til baka í skólann eftir margra ára einelti – „Ég beitti ofbeldi margoft“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grátbað dómarann um að senda ekki drengina til föður síns – „Það þurfti ekki fimm tíma til að gera það sem hann gerði. Það tók hann bara fimmtán mínútur“

Grátbað dómarann um að senda ekki drengina til föður síns – „Það þurfti ekki fimm tíma til að gera það sem hann gerði. Það tók hann bara fimmtán mínútur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stolt af því að dóttir hennar sængaði hjá 158 háskólanemum á tveimur vikum – „Hún er lukkuleg svo ég er lukkuleg“

Stolt af því að dóttir hennar sængaði hjá 158 háskólanemum á tveimur vikum – „Hún er lukkuleg svo ég er lukkuleg“