Aðdáendur hafa verið að rýna í gömul lög og telja margir sig hafa fundið vísbendingu um að Payne hafi lengi vitað að hann myndi ekki lifa lengi.
Sjá einnig: Telja Liam Payne hafa verið nánast eða alveg meðvitundarlaus þegar hann féll
Aðdáendur um allan heim syrgja söngvarann og hafa sumir bent á að Payne virtist hafa spáð sorglegu endalokum sínum í lagatexta.
Payne var í vinsælu strákasveitinni One Direction. Hljómsveitin hætti árið 2016 og fóru allir meðlimir sína leið. Payne gaf út eina sólóplötu, LP1, árið 2019.
Sjá einnig: Myndir af hótelherbergi Liam Payne veita óhugnanlega innsýn í síðustu augnablik söngvarans
Á plötunni er lagið „Live Forever“ og telja aðdáendur lagatextann vísbendingu um að söngvarinn hafi vitað að hann myndi kveðja þennan heim snemma.
„I was always gonna live fast, die young […]
Burn birght, burn out […]
Reckless, restless, I let it get so hectic. All the way up with my head in the sky, too much, too gone, too many, too fun.“
Hægt er að hlusta á lagið hér að neðan.
Fjölskylda Payne birti yfirlýsingu í gær og bað um andrými:
„Við erum miður okkar. Liam mun ávallt lifa í hjörtum okkar.“
Payne skilur eftir sig sjö ára son, Bear, sem hann átti með bresku söngkonunni Cheryl Tweedy.