fbpx
Fimmtudagur 17.október 2024
Fókus

Telja Liam Payne hafa verið nánast eða alveg meðvitundarlaus þegar hann féll

Fókus
Fimmtudaginn 17. október 2024 21:16

Liam Payne Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liam Payne, sem gerði garðinn frægan með drengjasveitinni One Direction, lést í gær 31 árs að aldri eftir að hann féll niður af 3. hæð hótels í Argentínu.

Bráðabirgðakrufning gefur til kynna að hann hafi látið lífið vegna fallsins, en hann hlaut alvarlega innri- og ytri blæðingu.

„Engir áverkar bentu til þess að þriðji aðili tengist málinu,“ segir í skýrslunni sem Us hefur undir höndum. Hvernig Liam lá á jörðinni gefur þó til kynna að hann hafi ekki borið hendur fyrir sig í falinu. Því er ályktað að hann hafi annað hvort verið alveg meðvitundarlaus þegar hann féll eða mjög meðvitundarlítill.

Óvíst er sem stendur hvort um viljaverk var að ræða eða ekki, þó er talið að hann hafi verið einn á hótelherbergi sínu, þaðan sem hann féll. Ekki er þó útilokað að um slys sé að ræða.

Liam var úrskurðaður látinn á vettvangi en hann hlaut við fallið höfuðkúpubrot ásamt öðrum alvarlegum áverkum. Strax var ljóst að endurlífgunartilraunir myndu ekki bera árangur.

„Við erum hryggbrotin. Liam mun ávallt lifa í hjörtum okkar og við minnumst hans fyrir hans góðu, hnyttnu og hugrökku sál,“ sagði fjölskylda söngvarans í yfirlýsingu. „Við höldum nú hvert utan um annað eins og við getum, sem fjölskylda, og biðjum um rými á þessum erfiðu tímum.“

Liam skilur eftir sig sjö ára son, Bear Gray, sem hann át með söngkonunni Cheryl Cole.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skiptar skoðanir á skónum sem Halla forseti klæddist í gær – „Ég mundi nú aldrei í lífinu láta sjá mig í svona skóm“

Skiptar skoðanir á skónum sem Halla forseti klæddist í gær – „Ég mundi nú aldrei í lífinu láta sjá mig í svona skóm“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er ástin nóg?

Er ástin nóg?