fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Síðustu skilaboð Liam Payne: Birti myndbandið nokkrum klukkutímum áður en hann dó

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 17. október 2024 11:29

Skjáskot/Snapchat

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu skilaboð breska tónlistarmannsins Liam Payne hafa verið í dreifingu um netheima. Hann birti myndband á Snapchat nokkrum klukkutímum áður en hann dó.

Payne, fyrrverandi meðlimur One Direction, lést í Buenos Aires í Argentínu í gær, aðeins 31 árs að aldri.

Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað gerðist en þó er vitað að Payne hrapaði til bana af svölum hótelherbergis síns í borginni, en herbergið sem um ræðir var á þriðju hæð. Hann er sagður hafa hagað sér einkennilega stuttu áður en hann lést, verið æstur og óútreiknanlegur. Starfsmaður á hótelinu hringdi tvö símtöl í neyðarlínuna.

Sjá einnig: Varpa ljósi á neyðarlínusímtal áður en Liam Payne hrapaði til bana

Nokkrum klukkutímum áður hafði Payne birt myndband á Snapchat sem má horfa á hér að neðan.

@dailymail Liam Payne took to Snapchat to show behind the scenes of his Argentinian vacation just hours before his shocking passing. #breakingnews #liampayne #onedirection #1d ♬ original sound – Daily Mail

Þó myndbandið hafi verið birt í gær virðist það hafa verið tekið upp einhverjum dögum áður, þar sem kærasta hans, sem sést í myndbandinu, flaug heim á mánudaginn. Hann lést á miðvikudaginn.

Sjá einnig: Þess vegna flaug kærasta Liam Payne heim nokkrum dögum áður en hann dó

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2