fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Fókus

Myndir af hótelherbergi Liam Payne veita óhugnanlega innsýn í síðustu augnablik söngvarans

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 17. október 2024 14:34

Liam Payne. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndir af hótelherbergi breska tónlistarmannsins Liam Payne hafa verið í mikilli dreifingu um netheima síðastliðna klukkutíma.

Payne lést í Buenos Aires í Argentínu í gær, aðeins 31 árs að aldri.

Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað gerðist en þó er vitað að Payne hrapaði til bana af svölum hótelherbergis síns í borginni, en herbergið sem um ræðir var á þriðju hæð. Hann er sagður hafa hagað sér einkennilega áður en hann lést og hringdi starfsmaður á hótelinu tvö símtöl í neyðarlínuna.

Sjá einnig: Varpa ljósi á neyðarlínusímtal áður en Liam Payne hrapaði til bana

Í því fyrra sagði hann að tónlistarmaðurinn væri stjórnlaus vegna fíkniefnaneyslu og væri að rústa öllu í herberginu sínu. Í seinna símtalinu sagði starfsmaðurinn að hann og aðrir starfsmenn væru hræddir um að Payne myndi gera sér eitthvað og nefndi sérstaklega að það væru svalir á herberginu.

Liam Payne's hotel room.
Hótelherbergi Payne.

La Nacion, stærsta dagblað Argentínu, staðfesti að myndirnar sem eru í dreifingu séu af herbergi Payne á hótelinu CasaSur Palermo.

Það má sjá brotið sjónvarp, hálftómt kampavínsglas og álpappír og einhvers konar duftefni á borðinu. Þetta virðist hafa verið eiturlyfjabúnaður í herberginu eins og má sjá hér að neðan.

Alleged drugs in Liam Payne's hotel room.
La Nacion staðfesti að myndirnar væru úr herbergi Payne.
Liam Payne's hotel room.
Baðkarið.

Sjá einnig: Síðustu skilaboð Liam Payne:Birti myndbandið nokkrum klukkutímum áður en hann dó

Söngvarinn flaug til Argentínu fyrir tveimur vikum ásamt kærustu sinni, Kate Cassidy.

Cassidy fór heim á mánudaginn, tveimur dögum áður en Payne dó. Hún sýndi frá heimferðinni á TikTok og sagði að upphaflega ætluðu þau að vera bara í Argentínu í fimm daga en að ferðin hafi lengst og að hún væri meira en tilbúin að fara heim.

Hún greindi ekki frá því af hverju Payne hafi verið eftir í Argentínu.

Sjá einnig: Þess vegna flaug kærasta Liam Payne heim nokkrum dögum áður en hann dó

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Kvörtunum rigndi inn vegna Sabrinu Carpenter – „Sem faðir tveggja stúlkna, 11 og 13 ára, er ég fjúkandi reiður“

Kvörtunum rigndi inn vegna Sabrinu Carpenter – „Sem faðir tveggja stúlkna, 11 og 13 ára, er ég fjúkandi reiður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginmaður Dolly Parton sást síðast á almannafæri fimm árum áður en hann dó

Eiginmaður Dolly Parton sást síðast á almannafæri fimm árum áður en hann dó
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn gagnrýnir „kósífemínista“ –„Á lymskulegan hátt verri en helstu varðhundar feðraveldisins“

Þorsteinn gagnrýnir „kósífemínista“ –„Á lymskulegan hátt verri en helstu varðhundar feðraveldisins“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Saga og Sturla sögðu já í Suður-Afríku

Saga og Sturla sögðu já í Suður-Afríku
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lítt þekkt ættartengsl – Borgarfulltrúinn og hjólahvíslarinn

Lítt þekkt ættartengsl – Borgarfulltrúinn og hjólahvíslarinn
Fókus
Fyrir 6 dögum

Það síðasta sem Adrien Brody gerði áður en hann tók á móti Óskarnum – Netverjar eru ekki hressir

Það síðasta sem Adrien Brody gerði áður en hann tók á móti Óskarnum – Netverjar eru ekki hressir
Fókus
Fyrir 6 dögum

Brynjólfur hét Völu Grand ást sinni með fallegum hring

Brynjólfur hét Völu Grand ást sinni með fallegum hring