Payne lést í Buenos Aires í Argentínu í gær, aðeins 31 árs að aldri.
Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað gerðist en þó er vitað að Payne hrapaði til bana af svölum hótelherbergis síns í borginni, en herbergið sem um ræðir var á þriðju hæð. Hann er sagður hafa hagað sér einkennilega áður en hann lést og hringdi starfsmaður á hótelinu tvö símtöl í neyðarlínuna.
Sjá einnig: Varpa ljósi á neyðarlínusímtal áður en Liam Payne hrapaði til bana
Í því fyrra sagði hann að tónlistarmaðurinn væri stjórnlaus vegna fíkniefnaneyslu og væri að rústa öllu í herberginu sínu. Í seinna símtalinu sagði starfsmaðurinn að hann og aðrir starfsmenn væru hræddir um að Payne myndi gera sér eitthvað og nefndi sérstaklega að það væru svalir á herberginu.
La Nacion, stærsta dagblað Argentínu, staðfesti að myndirnar sem eru í dreifingu séu af herbergi Payne á hótelinu CasaSur Palermo.
Það má sjá brotið sjónvarp, hálftómt kampavínsglas og álpappír og einhvers konar duftefni á borðinu. Þetta virðist hafa verið eiturlyfjabúnaður í herberginu eins og má sjá hér að neðan.
Sjá einnig: Síðustu skilaboð Liam Payne:Birti myndbandið nokkrum klukkutímum áður en hann dó
Söngvarinn flaug til Argentínu fyrir tveimur vikum ásamt kærustu sinni, Kate Cassidy.
Cassidy fór heim á mánudaginn, tveimur dögum áður en Payne dó. Hún sýndi frá heimferðinni á TikTok og sagði að upphaflega ætluðu þau að vera bara í Argentínu í fimm daga en að ferðin hafi lengst og að hún væri meira en tilbúin að fara heim.
Hún greindi ekki frá því af hverju Payne hafi verið eftir í Argentínu.
Sjá einnig: Þess vegna flaug kærasta Liam Payne heim nokkrum dögum áður en hann dó