fbpx
Miðvikudagur 16.október 2024
Fókus

Það sem hann hefði viljað segja við móður sína sem hann myrti fyrir 35 árum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 16. október 2024 12:39

Skjáskot/Netflix

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Menendez segir misskilning að hann hafi ekki elskað móður sína. Hann opnar sig um söknuð í heimildarmyndinni The Menendez Brothers.

Erik og bróðir hans, Lyle Menendez, myrtu foreldra sína, José og Mary Louise Menendez, árið 1989.

Erik, 53 ára, sagðist sjá eftir voðaverkinu og glíma við sektarkennd vegna móðurmissisins.

„Ein af ranghugmyndunum er að ég hafi ekki elskað faðir minn eða móður mína. Það gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Ég sakna móður minnar gríðarlega. Ég vildi óska þess að ég gæti farið aftur og talað við hana, faðmað hana og sagt henni að ég elska hana og að ég vildi að hún myndi elska mig og vera ánægð með mig og hamingjusöm að ég væri sonur hennar, að finna þessa hamingju og tengingu. Ég vil bara það.“

Erik Menendez, The Menendez Brothers
Mynd/Netflix

Réttarhöldin yfir bræðrunum voru eftirminnileg. Þeir játuðu verknaðinn en sögðust hafa verið að verja sig og sögðu að faðir þeirra hefði beitt þá hrottalegu kynferðislegu og andlegu ofbeldi árum saman. Þeir sögðu að móðir þeirra hafi tekið þátt í ofbeldinu og setið hjá á meðan faðir þeirra kvaldi þá.

Mál bræðranna vakti nýlega athygli á ný eftir að Netflix-þættirnir Monster, eftir Ryan Murphy, komu út. Um er að ræða leikna þætti þar sem í hverri þáttaröð er fjallað um alvöru morðingja með dramatískum hætti. Þættirnir skálda gjarnan í eyðurnar og leyfa sér að fara aðeins út fyrir staðreyndir.

Heimildarmynd með bræðrunum

Bræðurnir fengu að segja sína hlið í heimildarmyndinni sem kom út þann 7. október síðastliðinn.

Erik sagði að tilfinningar hans gagnvart föður sínum vera flóknari. „Þetta er erfiðara með föður minn. Þegar ég var drengur þá var hann meira en bara maður. Hann var eins og nútíma útgáfa af grískum guði. Hann var öðruvísi en allir karlmenn sem ég hafði hitt og ég leit upp til hans. Ég vildi vera eins og hann. En hann var sjaldan pabbi.“

Hann sagði að honum hafi liðið eins og ást föður hans hafi ekki verið skilyrðislaus.

„Hann elskaði okkur en hann trúði að maður þyrfti að vinna sér inn fyrir ástinni. Þannig, til að fá ást frá honum þurfti maður oft að ganga í gegnum sársauka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Atvikið sem allir eru að tala um: Kidman virtist ýta Hayek í burtu – „Ekki snerta mig“

Atvikið sem allir eru að tala um: Kidman virtist ýta Hayek í burtu – „Ekki snerta mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Jak varð fyrir líkamsárás í vinnunni – „Kemur hann, kauði, örugglega búinn að drekka jafn mikið og kýlir Stefán í hausinn“

Stebbi Jak varð fyrir líkamsárás í vinnunni – „Kemur hann, kauði, örugglega búinn að drekka jafn mikið og kýlir Stefán í hausinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Skellti í sexí og sjóðandi sturtumyndband

Vikan á Instagram – Skellti í sexí og sjóðandi sturtumyndband
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Ástarævintýri endaði með morðsamsæri í Vestmannaeyjum

Tímavélin: Ástarævintýri endaði með morðsamsæri í Vestmannaeyjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Laufey valin á meðal 50 helstu áhrifavalda heimsins

Laufey valin á meðal 50 helstu áhrifavalda heimsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að það hafi verið verra að skulda smálánafyrirtæki en undirheimunum – „Ég gat samið við dópsalann“

Segir að það hafi verið verra að skulda smálánafyrirtæki en undirheimunum – „Ég gat samið við dópsalann“