fbpx
Miðvikudagur 16.október 2024
Fókus

Kom reiður til baka í skólann eftir margra ára einelti – „Ég beitti ofbeldi margoft“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 16. október 2024 11:59

Bjarki Viðarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Götustrákurinn Bjarki Viðarsson átti yndislega fjölskyldu, góða foreldra sem sýndu honum ást og kærleik en samt var æskan lituð af sársauka og vanlíðan. Önnur börn stríddu honum fyrir að vera í ofþyngd og var það upphafið að áralöngu sjálfshatri sem tók hann langan tíma að vinna úr.

Bjarki var gestur í Fókus, spjallþætti DV. Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan, smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

„Ég var mjög hræddur krakki frá 1. til 7. Bekk, þá var ég mjög hræddur. Mér var strítt mikið. Ég var smá rjómabolla. Það bjargaði mér að ég átti tvo eldri bræður, þannig ef mér var strítt, sem var reyndar mjög oft, þá mættu þeir stundum upp í skólann og voru í hótunum,“ segir hann.

Sjá einnig: Bjarki fór í magaermi á fjórða degi vöku – „Ég var frekar til í að deyja en að vera feitur“

Sumarið á milli sjöunda og áttunda bekkjar breytti öllu, þá tók Bjarki út mikinn líkamlegan þroska. Hann mætti í unglingadeild talsvert hærri en áður og mjög reiður eftir allt sem hafði á undan gengið.

„Ef einhver sagði eitthvað þá langaði mig að beita ofbeldi, og ég beitti ofbeldi margoft. Ég var eiginlega einn af eineltisseggjunum á vissum tímapunkti í lífi mínu,“ segir hann.

Bjarki Viðarsson. Mynd/DV

„Ég var bara svo ógeðslega reiður út í lífið“

Bjarki átti erfitt með að einbeita sér í tímum og segir að í dag hefði hann örugglega verið sendur í greiningarferli fyrir ADHD. En á þessum tíma var hann bara óþekkur.

„Ég skildi ekki krakka sem gátu setið og lært. Þó mig langaði það sjálfur. Ég var með fínar einkunnir frá 1.-7. bekk en síðan sagði ég eiginlega: Fokk it, sko. Ég byrjaði að brjótast inn í skólann og stela peningum, ég byrjaði að drekka í áttunda bekk og notaði amfetamín í fyrsta skipti í áttunda bekk.“

„Ég var bara svo ógeðslega reiður út í lífið, frá svona fjórtán ára til tvítugs,“ segir Bjarki.

Sjá einnig: Tárast þegar hann heldur á dóttur sinni – „Ég átti ekki að geta það“

Aðspurður hvað hafi verið þar að baki, hvað hafi spilað inn í þessa miklu reiðir segir Bjarki:

„Ég er búinn að vera feitur allt mitt líf og ég trúi því ekki, eftir að hafa upplifað það, að manni getur liðið vel þegar maður er feitur. Ég var bara ógeðslega reiður út í sjálfan mig, ég var með litla sjálfsvirðingu, þegar ég horfði í spegil þá hugsaði ég: „Gaur, ég hata þig. Þú ert ógeðslegur.“

Það byggði upp meira… ég þurfti að sanna mig á einhverju sviði. Vera einhvers staðar harður, ég gat verið harður í einhverju partýi en svo þegar ég kom heim þá var ég lítill í mér og fór kannski að grenja.“

Gaf skít í skólann

Undir lok grunnskólagöngunnar var Bjarka alveg sama, hann mætti í samræmdu prófin og teiknaði typpi á öll svörin og labbaði út. Hann fór samt í framhaldsskóla og byrjaði á fallbraut. Hann segir að það hafi verið það sem jafnaldrar hans og vinir hans voru að gera, þannig hann ákvað að fylgja hópnum en gekk illa.

Bjarki hafði klárað níu einingar eftir sjö annir. Hann var að lokum rekinn úr skólanum en mætti samt alltaf til að halda leikritinu gangandi fyrir foreldra sína, fór bara inn á bókasafn til að horfa á sjónvarpsþætti í tölvunni og hitta vini sína.

Bjarki ræðir þetta tímabil nánar í spilaranum hér að ofan. Hann fer yfir alla sögu sína í Fókus, sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

Fylgdu Bjarka á Instagram og smelltu hér til að fylgja Götustrákum og horfa á þættina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Atvikið sem allir eru að tala um: Kidman virtist ýta Hayek í burtu – „Ekki snerta mig“

Atvikið sem allir eru að tala um: Kidman virtist ýta Hayek í burtu – „Ekki snerta mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Jak varð fyrir líkamsárás í vinnunni – „Kemur hann, kauði, örugglega búinn að drekka jafn mikið og kýlir Stefán í hausinn“

Stebbi Jak varð fyrir líkamsárás í vinnunni – „Kemur hann, kauði, örugglega búinn að drekka jafn mikið og kýlir Stefán í hausinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Skellti í sexí og sjóðandi sturtumyndband

Vikan á Instagram – Skellti í sexí og sjóðandi sturtumyndband
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Ástarævintýri endaði með morðsamsæri í Vestmannaeyjum

Tímavélin: Ástarævintýri endaði með morðsamsæri í Vestmannaeyjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Laufey valin á meðal 50 helstu áhrifavalda heimsins

Laufey valin á meðal 50 helstu áhrifavalda heimsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að það hafi verið verra að skulda smálánafyrirtæki en undirheimunum – „Ég gat samið við dópsalann“

Segir að það hafi verið verra að skulda smálánafyrirtæki en undirheimunum – „Ég gat samið við dópsalann“
Hide picture