Ung kona segist hafa grætt hundruð milljóna á því að sænga hjá ungum háskólanemum í Mexíkó, Bretlandi og Ástralíu og taka það upp fyrir OnlyFans-síðu sína. Bonnie Blue segist svo afkastamikil í þessum viðskiptum sínum að á aðeins tveimur vikum hafi hún sængað hjá 158 ungum karlmönnum. Þessir háskólanemar biðu margir klukkustundum saman eftir að röðin kæmi að þeim. Þetta átti sér stað í september í Nottingham Trent, á meðan á nýnemaviku háskólanna stóð.
Móðir Bonnie, Sarah, hefur nú stigið fram og lýst því hvað henni finnst um vinnu dóttur sinnar og afköstin. Það kemur kannski á óvart en Sarah segist stolt af dóttur sinni og segist jafnvel hafa hjálpað henni að finna bólfélaga. Sarah ræddi um málið í hlaðvarpinu The Reality Check. Hún sagði að vissulega væru 158 bólfélagar á 14 dögum nokkuð drjúgt en þetta væri bara partur af vinnu Bonnie.
„Fyrst var ég slegin, í alvöru talað. Þetta var bara áfall. Því þetta var eitthvað sem mér datt ekki til hugar að hún myndi gera,“ Sarah bætti þó við að dóttir hennar hafi notað ágóðann af vinnunni til að kaupa gjafir og ferðalög fyrir fjölskyldu sína. „Við fengum gott frí og æðislegar gjafir, en ég kippi mér ekkert upp við það. Hún er lukkuleg svo ég er lukkuleg yfir því að hún sé lukkuleg.“
Sarah segist hafa gert gott betur en að styðja dóttur sína. Hún hafi jafnvel hjálpað Bonnie að finna unga menn til að sofa hjá fyrir framan myndavélar. Sarah hefur hjálpað með því að dreifa auglýsingum og smokkum til háskólanema.
„Móðir mín er engri lík,“ sagði Bonnie um móður sína í samtali við DailyMail. „Hún vill bara að dóttir hennar sé hamingjusöm í lífi sínu og þess vegna styður hún mig í því að sofa hjá háskólanemum og pöbbum þeirra, því það gerir mig glaða.“
Bonnie hefur þó fengið yfir sig harða gagnrýni, einkum vegna þess hversu ungir bólfélagar hennar eru, en þeir eru margir ekki orðnir tvítugir. Sjálf er Bonnie 25 ára.„Þetta er viðbjóður,“ skrifar einn netverji. „Hefur samfélagið tapað öllu siðferðis,“ spyr annar. „Hvað er kona sem virkar fertug að gera með unglingum? Ímyndið ykkur ef þetta væri karlmaður að monta sig af þessu saman. Hann yrði færður í fangelsi,“ skrifar enn einn.
Bonnie segir að gagnrýnin hafi þó ekki bitnað á aðsókninni og þegar hún var í Notthingham þá hafi ungir menn staðið í langri röð í rúma 8 tíma til að fá að sofa hjá henni. Hún sefur þó aðeins hjá ungmennum sem eru orðin 18 ára og segist vera að gera foreldrum þeirra greiða.
„Ég er að hjálpa börnunum þeirra. Þegar ég sef hjá þeim þá er það fræðandi og þeir ganga burt með betra sjálfstraust,“ sagði Bonnie í samtali við fjölmiðla í Ástralíu í síðasta mánuði, en þar sængaði hún einnig hjá tugum drengja. Hún segist með athæfi sínu vera að bjóða staðalmyndum úr klámi birginn og hjálpa óspjölluðum drengjum sem sjálfstraustið sitt.