Steinbergur Finnbogason lögmaður hefur flutt lögheimili sitt að Krókabyggð 1a í Mosfellsbæ, í svonefndan Kakókastala.
Kakókastalinn er í eigu Helga Jean Classen athafnamanns, sem meðal annars heldur úti hlaðvarpinu Hæhæ – Ævintýri Helga og Hjálmars ásamt vini sínum Hjálmari Erni Jóhannssyni.
Helgi tók húsið í gegn árin 2020-2021 og var sýnt frá öllu ferlinu á Smartlandi. Í húsinu eru þrjár íbúðir og býr Helgi í einni þeirra og hinar tvær eru í útleigu.
Steinbergur er með einbýlishús sitt í Breiðholti til sölu en hann á 50% hlut í því á móti Hrafnhildi Valdimarsdóttur sem er með lögheimili í húsinu ásamt börnum þeirra.